Félagar SVFA hafa nú lokið veiðum í Fáskrúð þetta tímabilið. SVFR mun loka ánni og veiða til 30. september.
Síðast hollið okkar lauk veiðum 26. sept og veiddu 14 laxa, 10 á flugu og 4 á maðk. Miklir vatnavextir og leiðinda veður hefur verið í Dölunum síðustu daga en greinilega talsvert af fiski í ánni sem er jákvætt. Tæplega 100 laxar hafa veiðst það sem af er september í ár eða uþb. helmingur veiddra laxa í sumar.