Holl sem var að klára veiðar í dag, 12.sept. í Fáskruð, landaði 10 löxum. Vatnsstaða árinnar lagaðist verulega um helgina og ekki var að sökum að spyrja, veiðin tók að glæðast.
Sex laxar veiddust í Efri streng, tveir úr Laxhyl og sitthvor úr Matarpollum og Viðauka.
Veiðibókin stendur í 165 löxum.