Greinasafn fyrir flokkinn: Óflokkað

Afmæliskvöldverður SVFA

Ákveðið hefur verið að afmæliskvöldverður
Stangaveiðifélags Akraness verði föstudaginn 27. maí í Gamla kaupfélaginu Kirkjubraut 11, Akranesi.

Dagskráin hefst með fordrykk milli kl. 19:30 og 20:00.

Verð Kr 3.000 og greiðist við innganginn.

Eftirfarandi matseðill er í boði:

Forréttur : Nautacarpaccio.

Aðalréttur: Lambafille m/grænmeti bakaðri kartöflu og villisveppasósu.

Eftirréttur: Frönsk súkkulaðiterta, kaffi og cocnac.

Þeir sem hafa áhuga að vera með, vinsamlegast skrái sig í síðasta lagi á laugardag hjá Bjarna 899-6229, bjarni@veislumatur.is ) eða Halldóri Fannar (617-1724, halldorf@tengi.is).

Happdrætti og annað skemmtilegt verður í boði.

Makar velkomnir.

Related Images:

Afmælishátíð Stangaveiðifélags Akraness.

 

 Í tilefni 70. ára afmælis SVFA um þessar mundir hefur stjórn félagsins ákveðið að halda afmælisfagnað

Í Gamla Kaupfélaginu föstudaginn 27. maí næstkomandi.

Þáttöku þarf að tilkynna stjórnarmeðlimum fyrir 15. maí.

(Bjarni 899-6229, bjarni@veislumatur.is ) eða Halldór Fannar (617-1724, halldorf@tengi.is).

Fordrykkur er í boði félagsins og 3ja rétta matseðill verður niðurgreiddur.

Makar eru velkomnir.

Related Images:

Af aðalfundi og söludegi veiðileyfa

Mynd frá Fáskrúð - Efri Brúarstrengur

Aðalfundur félagsins fór fram síðastliðið miðvikudagskvöld. Ekkert framboð kom til stjórnarsetu í félaginu og verður því stjórnin óbreytt út árið. Tillögur sem bárust fundinum til lagabreytinga voru ekki samþykktar en þær hljóðuðu upp á að takmarka aðgang að félaginu og annars vegar aldurstakmark.

Samþykkt var hækkun á félags- og inntökugjöldum.

Fundurinn gekk hratt og vel fyrir sig og var fundargestum boðið upp á veglegar veitingar að fundi loknum í tilefni af 70 ára afmæli félagsins sem er á þessu ári.

Á söludegi veiðileyfa síðastliðinn laugardag mættu margir til að freista gæfunnar og næla sér í veiðileyfi í Fáskrúð eða Andakílsá fyrir komandi sumar. Skemmst er frá því að segja að öll laxveiðileyfi félagsins seldust upp. Bryddað var upp á þeirri nýjung að taka út öll tveggja daga partí í Andakílsá og selja einungis staka daga ýmist frá morgni til kvölds eða frá hádegi til hádegis. Almenn ánægja var með þetta fyrirkomulag og komast vissulega fleiri félagsmenn að í Andakílnum í sumar eftir þessa breytingu.

Related Images:

Velkomin á heimasíðu Stangaveiðifélags Akraness.

Nokkuð er síðan að ákveðið var að koma á fót heimasíðu fyrir þetta aldna stangaveiðifélag.

Er henni ætlað að vera upplýsingaflæði fyrir félagsmenn um hvaðeina er snýr að félaginu en ekki sem almenn fréttaveita um veiðimál í landinu, nóg er um aðra í þeim málum og er hægt að nálgast þá í gegnum tengla á síðunni.

Stangaveiðifélag Akraness var stofnað fyrsta maí 1941 og er því orðið 66 ára á þessu ári. Á mörgu hefur gengið á þessum árum og munum við leitast við það á þessari síðu að færa sem flestar upplýsingar sem til eru um þau ársvæði og vötn sem félagið hefur verið með á leigu á þessum árum.

Þar sem öll vinna við svfa byggist upp á sjálboðavinnu þá tekur það væntanlega einhvern tíma að koma þeim upplýsingum inn.

Hafsteinn Kjartansson

Related Images: