Af aðalfundi og söludegi veiðileyfa

Mynd frá Fáskrúð - Efri Brúarstrengur

Aðalfundur félagsins fór fram síðastliðið miðvikudagskvöld. Ekkert framboð kom til stjórnarsetu í félaginu og verður því stjórnin óbreytt út árið. Tillögur sem bárust fundinum til lagabreytinga voru ekki samþykktar en þær hljóðuðu upp á að takmarka aðgang að félaginu og annars vegar aldurstakmark.

Samþykkt var hækkun á félags- og inntökugjöldum.

Fundurinn gekk hratt og vel fyrir sig og var fundargestum boðið upp á veglegar veitingar að fundi loknum í tilefni af 70 ára afmæli félagsins sem er á þessu ári.

Á söludegi veiðileyfa síðastliðinn laugardag mættu margir til að freista gæfunnar og næla sér í veiðileyfi í Fáskrúð eða Andakílsá fyrir komandi sumar. Skemmst er frá því að segja að öll laxveiðileyfi félagsins seldust upp. Bryddað var upp á þeirri nýjung að taka út öll tveggja daga partí í Andakílsá og selja einungis staka daga ýmist frá morgni til kvölds eða frá hádegi til hádegis. Almenn ánægja var með þetta fyrirkomulag og komast vissulega fleiri félagsmenn að í Andakílnum í sumar eftir þessa breytingu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *