Í byrjun júní voru opnuð tilboð í Flekkudalsá.
Hér er tengill á frétt á veidi.is
Opnunhollið sem er við veiðar í Fáskrúð helgina 7 – 9. júlí hefur
veitt 5 laxa laugardag og sunnudag.
Þeir hafa komið úr Hellufljóti, Viðbjóði, Stebbastreng, Efri-brúarstreng og Neðri-stapa.
Allir laxarnir fengust á flugu.
Þessum löxum var sleppt en veiðimenn settu sér það markmið í upphafi vaktar að veiða alla á flugu og sleppa öllum löxum.
Á hádegi í dag voru komnir 23 laxar á land í Andakílsá.
Þar af voru eru 14 laxar veiddir síðustu tvo daga.
Enn þá eru nokkrir dagar lausir í Andakíl og eru áhugasömum
bent á að hafa samband við Skúla Garðarson í síma 431-3300
eða Búa Örlygsson í síma 820-6318.
Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 30. júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið.
Landssamband Stangaveiðifélaga hefur staðið fyrir Veiðidegi fjölskyldunnar í á þriðja áratug ásamt veiðiréttareigendum.
Hugmyndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem fjölskylduíþrótt. Í ár verður 28 vötn í boði á veiðideginum.
Eftirtaldir veiðistaðir verða í boði frítt fyrir alla fjölskylduna:
Á Suðvesturhorni landsins verður frítt að veiða í Elliðavatni, Meðalfellsvatni, Þingvallavatni fyrir landi Þjóðgarðsins og Úlfljótsvatni.
Á Vesturlandi og Vestfjörðum verður frítt að veiða í Geitabergsvatni, Þórisstaðavatni, Eyrarvatni, Langavatni á Mýrum, Hítarvatni, Vatnasvæði Lýsu, Hraunsfjarðarvatni, Baulárvallavatni, Haukadalsvatni, Vatnsdalsvatni í Vatnsfirði og Syðridalsvatni í Bolungarvík.
Á Norðurlandi verður frítt að veiða í Hópinu, Höfðavatni, Vestmannsvatni, Botnsvatni, Ljósavatni, Hraunhafnarvatni, Æðarvatni og Arnarvatni.
Á Austurlandi verður frítt að veiða í Kringluvatni, Urriðavatni, Langavatni, Víkurflóði og Þveit.
Upplýsingar um hvaða veiðisvæði er að ræða má nálgast á heimasíðu Landssambands stangaveiðifélaga www.landssambandid.is eða fá bækling um það í flestum veiðibúðum og á Olís-stöðvum um land allt.
Smellið hér til að opna bæklinginn.
Samdráttur í sölu á laxveiðileyfum yfir 30%
? Veiðileyfasalaróttastalgerthrunmeðalerlendraveiðimanna
? Samdrátturhjáíslenskumveiðimönnumum40%
? Verðumaðsetjastniðurmeðlandeigendumogbjargaþvísembjargaðverður
? Verðlækkanirverðaaðkomatilframkvæmdastrax
ÖgurstunderrunninuppástangaveiðimarkaðnumáÍslandi.Samkvæmtnýrrimarkaðsúttektsem
Fimmtudaginn 14. febrúar frá kl 19:30
Suðurgötu 108 í herbergi fluguhnýtinga 3. hæð
Allt efni ,kaffi og með því innifalið kostar 1.500.-kr
Ath menn þurfa að koma með verkfæri, væs, túbunálar, tvinna og lakk.
Þátttökutilkynning berist til til Svavars í gsm 8944186 til hádegis fimmtudaginn 14. febrúar.
Stjórn SVFA.
Túbu-hnýtinganámskeið verður laugardaginn 2. febrúar Kl. 10:00 til 15:00 (matarhlé kl 12 til 12,30).
Viðar Egilsson frá Gallerí flugum verður leiðbeinandi á námskeiðinu.
Allir þurfa að mæta með væs og prjóna fyrir túbur.
Þátttökugjald Kr. 2.000.
Skáning og nánari upplýsingar hjá Svavari K. Garðarssyni í síma 894-4186 fyrir 31. Janúar.
Stjórn SVFA.