Góð byrjun í Fáskrúð

Opnunhollið sem er við veiðar í Fáskrúð helgina 7 – 9. júlí hefur

veitt 5 laxa laugardag og sunnudag.

Þeir hafa komið úr Hellufljóti, Viðbjóði, Stebbastreng, Efri-brúarstreng og Neðri-stapa.

Allir laxarnir fengust á flugu.

Þessum löxum var sleppt en veiðimenn settu sér það markmið í upphafi vaktar að veiða alla á flugu og sleppa öllum löxum.