Greinasafn eftir: SVFA

Lausir dagar fyrir félagsmenn

UPPFÆRT 2.3.2016

Ágætu félagsmenn.

Eftirfarandi dagar eru lausir til umsóknar og verða afgreiddir þriðjudaginn 2. feb kl. 20:00 að Suðurgötu 108.   Þeir sem hafa áhuga á eftirfarndi dögum geta annað hvort sent tölvupóst í bui.orlygsson hjá gmail.com  eða komið í aðstöðu félagsins þann 2. feb. kl. 20:00.

Ef eitthvað verður enn óselt eftir 2. febrúar fara lausir dagar til sölu hjá veida.is

Andakílsá:
22. júní    2 stangir
26. júní    2 stangir
30. júní    2 stangir
20. sept.  2 stangir
28. sept.  2 stangir

Fáskrúð:   Allar stangir í Fáskrúð seldar sumarið 2016.
30.6-2.7       2 stangir  (opnunarholl)
24.7-26.7    3 stangir
26.7-28.7    3 stangir
28.7-30.7    3 stangir
12.9-14.9    2 stangir
14.9-16.9    2 stangir
22.9-24.9    2 stangir
24.9-26.9    2 stangir

 

Tilkynning um aðalfund og söludag 2016

Ágætu félagsmenn

Aðalfundur Stangaveiðifélags Akraness verður haldinn þriðjudaginn 26. janúar kl. 20.00 að Suðurgötu 108.

Sala og úthlutun veiðileyfa verður laugardaginn 30. janúar einnig að Suðurgötu 108. Þeir sem hyggjast kaupa veiðileyfi draga númer frá kl. 11-12 og verða leyfin afgreidd eftir þeim númerum kl. 14 sama dag.

Þriðjudaginn 2. febrúar kl. 20-21 verða óseld leyfi seld félagsmönnum í aðstöðu félagsins að Suðurgötu 108, eftir það verða þau einnig boðin utanfélagsmönnum.

Félagsmenn hafa einnig fengið senda tilkynningu og verðskrá í pósti.

Veiðikveðja,

Stjórnin

Nýr samningur um Fáskrúð

Það er ánægjulegt að tilkynna að gengið hefur verið frá nýjum samningi um Fáskrúð til þriggja ára við eigendur Glerárskóga eða til og með sumrinu 2018. SVFA hefur til ráðstöfunar helming veiðileyfa í ánni á móti SVFR.