Greinasafn eftir: SVFA

Fáskrúð – fréttir

Veiðimenn sem þekkja Fáskrúð eins og handabakið á sér gerðu góða ferð í Dalina um mánaðarmótin ágúst/september.  Náðu þeir 12 löxum á 2 dögum þar af einum lúsugum en óslegnum úr Hellufljótinu. Fiskarinir voru að veiðast um alla á og lax á öllum helstu stöðum.  Þegar þeir yfirgáfu svæðið 2. september stóð veiðibókin í 135 löxum.  Um sömu mánaðarmót í fyrra var veiðin komin í 195 laxa.  Vatnsbúskapur í Dölunum er búinn að hafa veruleg áhrif á veiðina í ágústmánuði en það er mál veiðimanna að fiskmagn sé í góðu meðallagi.

Andakílsá í byrjun september

Veiðisumarið í Borgarfirðinum hefur almennt verið dapurt.  Veiðin í Andakílsá er engin undantekning, því einungis höfðu veiðst 95 laxar úr ánni þann 4. september.  Vatnsstaða árinnar er í lágmarki.  Til samanburðar voru komnir 307 laxar upp úr ánni á sama tíma í fyrra, sem reyndar var yfir meðallagi.

Fáskrúð – fréttir

Veiðimenn sem veiddu 25.-27. júlí lönduðu 6 löxum og misstu álíka marga.   Sögðust þeir hafa séð talsvert magn af fiski í ánni en vatnsstaðan orðin óþægilega léleg auk þess sem talsverður vindur var í Dölunum þessa daga.  Tökuvilji laxins var lítill og takan grönn.   Um miðjan dag 27. júlí voru 49 laxar skráðir í veiðibókina.

Andakílsá á miðju sumri

Á hádegi 24. júlí voru komnir 45 laxar á land í Andakílsá.  Þrátt fyrir stórstreymi síðustu daga þá hefur það ekki dugað til þess að laxinn gengi upp.  Frekar skrýtið ástand í ánni en skv. veiðimönnum sem luku veiðum í gær (24. júlí) urðu þeir ekki varir við fisk nema á einum stað, Fossbakka efri (nr. 4).  Nánst öll veiðin hefur komið upp úr veiðistað nr. 4  það sem af og t.a.m. hefur engin lax komið upp úr Nátthagahyl (nr. 6) sem hefur undanfarin ár verið gjöfull.

Opnun í Fáskrúð

Tvö fyrstu hollin í Fáskrúð hafa lokið veiðum.   Samtals hafa veiðst 10 fiskar á þessum fjórum dögum.   Flestir hafa fengist niður í Efri Brúarstreng en aðrir í Hellufljóti.  Talsvert hefur sést af fiski í Hellunni en hann virðist ekki vera búinn að dreifa sér mikið um ánna enn sem komið er skv. veiðimanni sem lauk veiðum í gær.

Kastnámskeiðið gekk vel

Kastnámskeiðið gekk vel og viljum við þakka leiðbeinandanum, Guttormi P Einarssyni, sérstaklega fyrir hans framlag.  Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru í íþróttahúsinu við Jaðarsbakka. MYNDIR

IMG_2365

Flugukastnámskeið

auglýsin_kastnámskeiðSVFA stendur fyrir kastnámskeiði, sunnudaginn 29. maí kl. 16-19. íþróttahúsinu Jaðarsbökkum.

Allir velkomnir – aðgangur ókeypis.

Þátttakendur eru beðnir um að koma með stöng og tilheyrandi.

Fyrirkomulag kennslunar ræðst af fjölda og þekkingu þátttakenda.

Til þess að halda utan um fjölda eru áhugasamir beðnir um að senda póst um þátttöku á meðfylgjandi netfang: bui.orlygsson@gmail.com

kveðja, stjórn SVFA

Áhyggjur af auknu sjókvíaeldi laxfiska

Í Fréttablaðinu í dag (31.3.2016) birtist sameiginleg grein Landssambands stangaveiðifélaga sem SVFA á aðild að og Landssambandi veiðifélaga.

Tilefnið er fyrirhuguð stórsókn í sjókvíaeldi laxfiska við Íslandsstrendur.

Meðfylgjandi er hlekkur inn á greinina á síðu Landssambands stangaveiðifélaga.

GREIN

Silungasvæði Vatnsdalsár – leyfi

Í samstarfi við veiðifélagið Ármenn þá bjóðum við fimm stangir í holli á silungasvæði Vatnsdalsár 18.-21. júlí, ½ – 1 – 1 – ½ .  Stangarverðið er kr. 18.500-. dagurinn eða kr. 55.500.- stöngin í hollinu með gistingu. 10 stangir á svæðinu, gistipláss fyrir ríflega 20 þannig að auðvelt er að tvímenna á stöng ef menn kjósa.  Ath. einungis veitt á flugu.

Fyrirspurnir má senda á meðfylgjandi netfang

Vötnin í Svínadal

Líkt og undanfarin ár mun félagsmönnum SVFA standa til boða að veiða frítt í vötnunum þremur í Svínadal: Þórisstaðavatni, Eyrarvatni og Geitabergsvatni.

Börn upp að 18 ára aldri veiða frítt í fylgd með leyfishafa. Við hvetjum félagsmenn eindregið til að nýta sér þennan kost.
Veiðitímabilið er 1. apríl – 25. september.