Landssamband Stangaveiðifélaga var stofnað þann 29. október 1950, að Hótel Borg í Reykjavík.„Tildrög stofnunar þessa sambands voru þau að Stangaveiðifélag Akranes ritaði stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur bréf fyrri hluta ársins 1948 og benti á nauðsyn þess að félög stangaveiðimanna stofnuðu með sér slík landssamtök.“, segir í fyrstu fundargerð L.S.Á stofnfundinn voru mættir fulltrúar frá 11 stangaveiðfélögum og eru sex þeirra enn starfandi og aðilar að LS.
60 ár er allnokkur tími og hefur starfsemi LS tekið miklum breytingum frá upphafsárum þess.Helstu baráttumál í upphafi voru stofnun Fiskræktarsjóðs en það tók LS 16 ár að fá þennan sjóð inn í lax- og silungsveiðilög þess tíma.Fiskræktarsjóður hefur styrkt fjölmörg mál frá þeim tíma sem styrkt hefur fiskirækt og aukin búsvæði laxfiska í ám og vötnum.Þau mál sem LS vann mest að á þessum árum eru fiskirækt, fiskeldi og aukin friðum og að fá lax- og silungsveiðilöggjöfinn breytt til þess.Þá fylgdi LS þvífast eftir að eftirlit með að veiðibúnaður manna, sem koma erlendis frá sé sótthreinsaður við komu þeirra hingað til lands eða að þeir sýni vottorð um að slíkt hafi verið gert.Þá tók LS þátt í ferðamálaráðstefnum hér á landi þar sem fjallað var helst um það hvernig fjölga mætti erlendum veiðimönnum til landsins.LS stóð fyrir veiðimálaráðstefnum í samvinnu við fjölda hagsmunaaðila þar sem fjallað var um m.a. þróun veiðimála, fisksjúkdóma, laxveiðar í Norður-Atlantshafi, rannsóknir á íslenskum veiðivötnum ofl.
LS gerðist aðili að Nordisk Sportfisker Union (NSU) árið 1966 og kom strax í ljós að stangaveiðimenn á Norðurlöndum eiga sameiginlega hagsmunamál og áttu við sömu vandamál að etja.Þau mál sem voru mest á dagskrá eru:stangaveiðimöguleikar, fiskvernd, fiskrækt, umhverfismál, mengun og ekki síst laxveiði á alþjóðahafsvæðum í Norður-Atlantshafi.Á vegum þessara samtaka komu fram fyrstu hugmyndir um að banna laxveiðar á alþjóðasvæðum Atlantshafsins og var áskorun þess efnis send ríkisstjórnum Norðurlandanna.
LS er aðili að nokkrum landssamtökum um náttúruvernd og hagsmunagæslu.Má þar helst nefna Landvernd og er það velenda segir í 3.gr. laga LS um tilgang þess að það skuli vinna að náttúruvernd.
LS hefur haldið fjölmargar áhugaverðar ráðstefnur er tengjast stangaveiði og má þar nefna ráðstefnur um mengun í ám og vötnum, um stórlaxinn, um veiða og sleppa.
Helstu verkefni LS í dag eru samskipti við aðildarfélög LS, samskipti við hagsmunaaðila, átaksverkefni og innlendir viðburðir s.s. veiðidag fjölskyldunnar og samskipti við opinbera aðila á sviði stangaveiða.Ekki hafa orðið umtalsverðar breytingar á verkefnum og baráttumálum LS á þessu tímabili.Enn berjumst við fyrir því að netaveiðum á villtum laxi sé settar skorður og barátta fyrir því að varlega sé farið í fiskeldi hefur staðið lengi yfir.
Það er staðreynd að samtök áhugamanna geta mörgu góðu komið til leiðar og komið baráttumálum sínum áleiðis sé unnið markvisst að þeim með samstilltu átaki aðildarfélaganna.
Á þessu má sjá að það er mikill fjöldi mála sem samtökin hafa unnið að og tekið til meðferðar.Mörg þeirra hafa hlotið afgreiðslu, mismunandi góða, en önnur bíða enn úrlausnar.Oftast er það svo, að frá því að byrjað er að vinna að einhverjum málum líður fjöldi ára þar til þau ná fram að ganga.
LS mun í tilefni dagsins halda veglega afmælisráðstefnu þann 6. nóvember nk. að Grand Hótel í Reykjavík frá 14-17.Umfjöllunarefni ráðstefnunnar er:Seiðasleppingar í ár og vötn.Allir áhugamenn um stangaveiði eru velkomnir.
Reynir Þrastarson
Formaður Landssambands Stangaveiðifélaga.
GSM 8994291 ef frekari upplýsinga er þörf.
Related Images: