Greinasafn eftir: Bjarni Kristófersson

Afmælishátíð Stangaveiðifélags Akraness.

 

 Í tilefni 70. ára afmælis SVFA um þessar mundir hefur stjórn félagsins ákveðið að halda afmælisfagnað

Í Gamla Kaupfélaginu föstudaginn 27. maí næstkomandi.

Þáttöku þarf að tilkynna stjórnarmeðlimum fyrir 15. maí.

(Bjarni 899-6229, bjarni@veislumatur.is ) eða Halldór Fannar (617-1724, halldorf@tengi.is).

Fordrykkur er í boði félagsins og 3ja rétta matseðill verður niðurgreiddur.

Makar eru velkomnir.

Related Images:

Af aðalfundi og söludegi veiðileyfa

Mynd frá Fáskrúð - Efri Brúarstrengur

Aðalfundur félagsins fór fram síðastliðið miðvikudagskvöld. Ekkert framboð kom til stjórnarsetu í félaginu og verður því stjórnin óbreytt út árið. Tillögur sem bárust fundinum til lagabreytinga voru ekki samþykktar en þær hljóðuðu upp á að takmarka aðgang að félaginu og annars vegar aldurstakmark.

Samþykkt var hækkun á félags- og inntökugjöldum.

Fundurinn gekk hratt og vel fyrir sig og var fundargestum boðið upp á veglegar veitingar að fundi loknum í tilefni af 70 ára afmæli félagsins sem er á þessu ári.

Á söludegi veiðileyfa síðastliðinn laugardag mættu margir til að freista gæfunnar og næla sér í veiðileyfi í Fáskrúð eða Andakílsá fyrir komandi sumar. Skemmst er frá því að segja að öll laxveiðileyfi félagsins seldust upp. Bryddað var upp á þeirri nýjung að taka út öll tveggja daga partí í Andakílsá og selja einungis staka daga ýmist frá morgni til kvölds eða frá hádegi til hádegis. Almenn ánægja var með þetta fyrirkomulag og komast vissulega fleiri félagsmenn að í Andakílnum í sumar eftir þessa breytingu.

Related Images:

Orðsending frá Stangaveiðifélagi Akraness vegna ógreiddra félagsgjalda 2011 og 2010

Skilyrði fyrir því að félagsmenn SVFA séu gjaldgengir í drætti um veiðileyfi í þeim ám sem félagið hefur á leigu er að þeir hafi greitt félagsgjald á réttum tíma.

Gjalddagi félagsgjalda SVFA 2011 var 7 desember s.l.og eindagi 21 desember, þrátt fyrir þetta ákvað stjórn Stangaveiðifélgs Akraness á síðasta stjórnarfundi að gefa félögum,sem ekki hafa greitt félagsgjald 2011 kost á því að greiða félagsgjaldið í síðasta lagi fyrir aðalfund 26. janúar og vera með því gjaldgengir í drætti um veiðileyfi laugardaginn 29 janúar.

Þeir sem hafa glatað greiðsluseðli geta greitt inn á reikning félagsins í Landsbanka Íslands 0186-26-5292 kt. 620269-2209. Árgjald 2011 er kr. 4,745 með kostnaði og árgjald 2010 og 2011 saman er kr. 7,745.

Einnig mun gjaldkeri taka við greiðslum félagsgjalda að loknum aðalfundi 26. janúar í aðstöðu félagsins að Suðurgötu 108.

Related Images:

Veiðitölur úr Fáskrúð 2010

Hérhöfum við tekið samantíu bestu veiðistaðina í Fáskrúð ásamt skiptingu veiðistaða og til hliðsjónar birtum við einnigtölur frá sumrinu 2009.

Ítarlegar tölfræðiupplýsingaraf veiðisvæðum félagsinsverður svo hægt að nálgast íbæklingi semmun liggjaframmi á aðalfundiog söludegi veiðileyfasíðarí mánuðinum.

Veiðitölur 2010 og 2009

Nr.

Veiðistaður

2010

2009

1

Neðri Brúarstrengur

8

16

2

Efri Brúarstrengur

53

62

3

Bakkastrengur

0

0

4

Neðstafljót

59

2

5

Fljótastrengur

0

2

6

Miðfljót

0

9

7

Happastrengur

0

3

8

Hellufljót

52

15

9

Ármótastrengur

0

12

10

Hrafnakvörn

6

1

11

Hamrakvörn

3

3

12

Tjaldkvörn

0

3

13

Hávaði

9

10

14

Eirkvörn

6

15

15

Veiðileysa

1

1

16

Gullkvörn

0

0

17

Fýla

0

3

18

Skrúður

0

0

19

Rauðka

0

3

20

Leynir

1

12

21

Neðri Stapakvörn

9

47

22

Silfurkvörn

0

1

23

Matarpollar

4

4

24

Víðiker

1

0

25

Jóka

6

8

26

Efri Stapi

15

5

27

Blesa

2

0

28

Viðbjóður

98

17

29

Stebbastrengur

18

2

30

Neðri Barki

25

44

31

Efri Barki

2

3

32

Neðri Strengur

3

r

14

33

Efri Strengur

18

28

33.5

Viðauki

3

9

34

Laxhylur

64

67

35

Breiðan

6

11

36

Katlafossar

49

20

Samtals:

523

456

Tíu bestu veiðistaðirnir síðastliðin tvö ár.

Sumarið 2010

Viðbjóður

98

Laxhylur

64

Neðstafljót

59

Efri Brúarstrengur

53

Hellufljót

52

Katlafossar

49

Neðri Barki

25

Efri Strengur

18

Stebbastrengur

18

Efri Stapi

15

Sumarið 2009

Laxhylur

67

Efri Brúarstrengur

62

Neðri Stapakvörn

47

Neðri Barki

44

Efri Strengur

28

Katlafossar

20

Viðbjóður

17

Neðri Brúarstrengur

16

Eirkvörn

15

Hellufljót

15

Katlafossar - Kastað á lax í skárennunni

Neðstafljót - Barátta við einn af mörgum í sumar

Veiðiflokkuð eftirvikum og mánuðum.

Related Images:

Tilkynning frá Stangaveiðifélagi Akraness um sölu og úthlutun veiðileyfa og aðalfund árið 2011

Aðalsöludagur veiðileyfa verður laugardaginn 29. janúar n.k. og fer fram að Suðurgötu 108. Þeir sem ætla að kaupa veiðileyfi dragi númer frá kl. 11-12 og verða leyfin afgreidd eftir þeim númerum kl. 14 sama dag. Mánudaginn 31 jan. kl. 20-21 verða óseld veiðileyfi seld félagsmönnum á skrifstofu félagsins að Suðurgötu 108, eftir það verða þau einnig boðin utanfélagsmönnum.

Félagar þurfa að velja sér veiðifélaga og ber að nafngreina þá og veiðiá áður en númer er dregið og dregur einn fyrir sig og sína veiðifélaga. Fjarstöddum félögum er heimilt að gefa öðrum umboð ( skri
flegt ) til að draga fyrir sig. Skylt er að greiða árgjald áður en dregið er. Ákveðið hefur verið að gefa félagsmönnum kost á gjaldfresti á 50% keyptra veiðileyfa.

Greiðsluseðlar verða sendir út í mars fyrir eftirstöðvum, með gjalddaga 1. apríl. Ef veiðileyfin eru staðgreidd á söludegi verður gefinn 5% afsláttur af helmingi verðs, sem annars greiðist í mars..

Veiðileyfi verða seld eftir sömu reglum og áður, þannig að menn hafi frjálst val í þeirri röð sem afgreiðslunúmer þeirra segir til um, ef þeir eru mættir er sala hefst og kemur að þeirra númerum.

Í Fáskrúð eru 2 stangir á dag, nema í 2 partíum þá eru þær 3. Þar eru 2 dagar seldir saman út á nöfn tveggja félagsmanna. Í verðskrá eru upplýsingar um daglegan veiðitíma og kvóta.

Á laxasvæðinu í Andakílsá eru dagarnir seldir með báðum stöngunum út á nöfn tveggja félagsmanna. Á stöku dögunum hefst veiði kl. 07:00 og lýkur kl. 22:00 að kvöldi (21:00 14. Ágúst til 14 sept. og kl 20 eftir það). Á stöku dögunum má koma í húsið kvöldið fyrir veiðidag. Í verðskrá eru upplýsingar um daglegan veiðitíma.

Veiðileyfi á silungasvæðið í Andakílsá eru frjáls í sölu og verða boðin á söludegi. Eftir það verða þau seld á leyfi.is.
Veiðihús með öllum viðlegubúnaði er til afnota fyrir veiðimenn á silungasvæðinu, húsið er staðsett við bæinn Skeljabrekku og má koma í það kvöldið fyrir veiðidag. Veiðikortið 2011 býðst félagsmönnum á kostnaðarverði kr. 5.000.- á söludegi, eftir það hjá formanni félagsins, síma 899-6132. Kortið gefur rétt til veiði í 35 vötnum, sjá www.veidikortid.is.

Ef ágreiningur kemur upp um ofanskráðar reglur áskilur stjórnin sér rétt til að skera þar úr í hverju tilfelli.
Aðalfundur Stangaveiðifélags Akraness 2011 verður haldinn miðvikudaginn 26. janúar kl. 20:00 að Suðurgötu 108

 

Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál.

 

 

Verðskrá fyrir silungsveiði í Andakílsá.

 

Verðskrá fyrir laxveiði í Andakílsá og Fáskrúð.

 

Vinsamlegast greiðið félagsgjaldið tímanlega með greiðsluseðli, það auðveldar vinnu stjórnar á söludegi.

Stjórn SVFA   

 

 

 

Related Images:

Fluguhnýtingarkvöld

 

Fluguhnýtingakvöldin hefjast Þriðjudaginn 18. janúar kl. 20:00-22,00 í aðstöðu félagsins að Suðurgötu 108.

Allir velkomnir, félagsmenn sem og aðrir.

Allt efni er innifalið,  kaffi er á könnuni og kostar kvöldið 500kr.

Allir eiga að mæta með væs og verkfæri til fluguhnýtingargerðar

Nánar auglýst siðar með framhald.

Reikna á með að þetta geti verið aðra hverja viku

 

 

Stjórn SVFA

 

 

 

 

Related Images:

60 ára afmæli Landssambands Stangaveiðifélaga (LS)

Landssamband Stangaveiðifélaga var stofnað þann 29. október 1950, að Hótel Borg í Reykjavík.„Tildrög stofnunar þessa sambands voru þau að Stangaveiðifélag Akranes ritaði stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur bréf fyrri hluta ársins 1948 og benti á nauðsyn þess að félög stangaveiðimanna stofnuðu með sér slík landssamtök.“, segir í fyrstu fundargerð L.S.Á stofnfundinn voru mættir fulltrúar frá 11 stangaveiðfélögum og eru sex þeirra enn starfandi og aðilar að LS.

60 ár er allnokkur tími og hefur starfsemi LS tekið miklum breytingum frá upphafsárum þess.Helstu baráttumál í upphafi voru stofnun Fiskræktarsjóðs en það tók LS 16 ár að fá þennan sjóð inn í lax- og silungsveiðilög þess tíma.Fiskræktarsjóður hefur styrkt fjölmörg mál frá þeim tíma sem styrkt hefur fiskirækt og aukin búsvæði laxfiska í ám og vötnum.Þau mál sem LS vann mest að á þessum árum eru fiskirækt, fiskeldi og aukin friðum og að fá lax- og silungsveiðilöggjöfinn breytt til þess.Þá fylgdi LS þvífast eftir að eftirlit með að veiðibúnaður manna, sem koma erlendis frá sé sótthreinsaður við komu þeirra hingað til lands eða að þeir sýni vottorð um að slíkt hafi verið gert.Þá tók LS þátt í ferðamálaráðstefnum hér á landi þar sem fjallað var helst um það hvernig fjölga mætti erlendum veiðimönnum til landsins.LS stóð fyrir veiðimálaráðstefnum í samvinnu við fjölda hagsmunaaðila þar sem fjallað var um m.a. þróun veiðimála, fisksjúkdóma, laxveiðar í Norður-Atlantshafi, rannsóknir á íslenskum veiðivötnum ofl.

LS gerðist aðili að Nordisk Sportfisker Union (NSU) árið 1966 og kom strax í ljós að stangaveiðimenn á Norðurlöndum eiga sameiginlega hagsmunamál og áttu við sömu vandamál að etja.Þau mál sem voru mest á dagskrá eru:stangaveiðimöguleikar, fiskvernd, fiskrækt, umhverfismál, mengun og ekki síst laxveiði á alþjóðahafsvæðum í Norður-Atlantshafi.Á vegum þessara samtaka komu fram fyrstu hugmyndir um að banna laxveiðar á alþjóðasvæðum Atlantshafsins og var áskorun þess efnis send ríkisstjórnum Norðurlandanna.

LS er aðili að nokkrum landssamtökum um náttúruvernd og hagsmunagæslu.Má þar helst nefna Landvernd og er það velenda segir í 3.gr. laga LS um tilgang þess að það skuli vinna að náttúruvernd.

LS hefur haldið fjölmargar áhugaverðar ráðstefnur er tengjast stangaveiði og má þar nefna ráðstefnur um mengun í ám og vötnum, um stórlaxinn, um veiða og sleppa.

Helstu verkefni LS í dag eru samskipti við aðildarfélög LS, samskipti við hagsmunaaðila, átaksverkefni og innlendir viðburðir s.s. veiðidag fjölskyldunnar og samskipti við opinbera aðila á sviði stangaveiða.Ekki hafa orðið umtalsverðar breytingar á verkefnum og baráttumálum LS á þessu tímabili.Enn berjumst við fyrir því að netaveiðum á villtum laxi sé settar skorður og barátta fyrir því að varlega sé farið í fiskeldi hefur staðið lengi yfir.

Það er staðreynd að samtök áhugamanna geta mörgu góðu komið til leiðar og komið baráttumálum sínum áleiðis sé unnið markvisst að þeim með samstilltu átaki aðildarfélaganna.

Á þessu má sjá að það er mikill fjöldi mála sem samtökin hafa unnið að og tekið til meðferðar.Mörg þeirra hafa hlotið afgreiðslu, mismunandi góða, en önnur bíða enn úrlausnar.Oftast er það svo, að frá því að byrjað er að vinna að einhverjum málum líður fjöldi ára þar til þau ná fram að ganga.

LS mun í tilefni dagsins halda veglega afmælisráðstefnu þann 6. nóvember nk. að Grand Hótel í Reykjavík frá 14-17.Umfjöllunarefni ráðstefnunnar er:Seiðasleppingar í ár og vötn.Allir áhugamenn um stangaveiði eru velkomnir.

Reynir Þrastarson

Formaður Landssambands Stangaveiðifélaga.

GSM 8994291 ef frekari upplýsinga er þörf.

Related Images: