Greinasafn eftir: Bjarni Kristófersson

Veiðidagur fjölskyldunnar 29. júní 2014

Veiðidagur fjölskyldunnar

Ágætu félagsmenn

Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 29. júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið.
Landssamband Stangaveiðifélaga hefur staðið fyrir Veiðidegi fjölskyldunnar í á þriðja áratug ásamt veiðiréttareigendum.
Hugmyndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem fjölskylduíþrótt.

Í ár verða 31 vatn í boði á veiðideginum.

Eftirtaldir veiðistaðir verða í boði frítt fyrir alla fjölskylduna:

Á Suðurlandi verður frítt að veiða í Geitabergsvatni, Þórisstaðavatni, Elliðavatni, Meðalfellsvatni, Þingvallavatni fyrir landi þjóðgarðsins, Úlfljótsvatni og Gíslholtsvatni.
Á Vesturlandi og Vestfjörðum verður frítt að veiða í Langavatni á Mýrum, Hítarvatni, Vatnasvæði Lýsu, Hraunsfjarðarvatni, Hraunsfirði, Baulárvallavatni, Haukadalsvatni, Vatnsdalsvatni í Vatnsfirði og Syðridalsvatni í Bolungarvík.
Á Norðurlandi verður frítt að veiða í Hópinu, Höfðavatni, Vestmannsvatni, Botnsvatni, Ljósavatni, Hraunhafnarvatni, Æðarvatni, Arnarvatni, Kringluvatni og Sléttuhlíðarvatni.
Á Austurlandi verður frítt að veiða í Haugatjarnir, Urriðavatni, Langavatni, Víkurflóði og Þveit.

Nánari upplýsingar um veiðisvæðin er að finna í bæklingi Landsambands Stangveiðifélaga um Veiðidag fjölskyldunnar og einnig á heimasíðu sambandsins www.landssambandid.is

Related Images:

Styttist í opnun Andakílsár !!

Nú er veiðimönnum farið að klæja verulega í lófana að komast í fyrsta laxveiðitúrinn, og eflaust eru einhverjir búnir að svala þorstanum.

En eins og flestum er kunnugt þá opnar Andakílsá þann 20. Júní næstkomandi. Enn eru skemmtilegir dagar lausir eins og sést hér að neðan og hvetjum við veiðimenn eindregið til að nýta sér þá.

Áhugasamir hafi samband við Skúla í síma 895-2282 eða skuli@practica.is.

Andakíll:
Báðar stangir eru seldar saman og verðin eru fyrir báðar stangirnar.
22/6 kr. 47,800.
26/6 kr. 59,800.
4/9 kr. 71,800.
8/9 kr. 71,800.

Related Images:

Opið bréf til Þingvallanefndar, frá Landsambandi Stangveiðifélaga.

Að gefnu tilefni lýsir stjórn Landssamband stangaveiðifélaga yfir ánægju með ráðstafanir Þingvallanefndar og Þjóðgarðsvarðar um vorveiði á urriða fyrir landi Þjóðgarðsins á Þingvöllum nú í vor. Þær eru til þess fallnar að bæta umgengni í þjóðgarðinum, auka ánægju stangaveiðimanna og koma í veg fyrir óskynsamlegt dráp á stórurriða.
Það er mikið ánægjuefni hve vel hefur tekist til um endurreisn urriðastofnsins í Þingvallavatni og það er mikilvægt að stofninn sé nytjaður samkvæmt bestu faglegri ráðgjöf sem byggð er á þekkingu. Þingvallavatn og umhverfi þess er dýrmætt, og ríkar ástæður til að um það sé sómasamlega gengið – af virðingu við einstakt vistkerfi þess.
Vonandi munu einnig bera árangur aðgerðir til að skapa að nýju hrygningarskilyrði fyrir urriðann við útfall úr Þingvallavatni, og hefur þá til muna verið bætt það tjón sem virkjunarframkvæmdir í Sogi ollu þessum sérstæða stofni.
Nauðsynlegt er að fjalla heildstætt um vistkerfi Þingvallavatns og stýra umgengni og veiði á samræmdan hátt.  Stjórn LS hvetur veiðiréttarhafa til þess að fjalla um markvissa nýtingu veiðihlunninda í Þingvallavatni á vettvangi veiðifélags vatnsins, svo sem lög gera ráð fyrir.
Í umræðu um urriðaveiði í Þingvallavatni í vor hefur veiðisiðferði stangaveiðimanna borið á góma og svokölluð „veiða-sleppa-aðferð“. Það verður hver og einn að taka afstöðu til þess hvort honum hugnast þessi umgengni við veiðibráð, líki mönnum hún ekki taka þeir eðlilega ekki þátt í slíku. Þetta háttalag hefur hins vegar reynst ágæt aðferð til að stemma stigu við óæskilegu drápi á laxfiskum þar sem þess er þörf vegna afkomu stofna. Auk þess að eðlilegt er talið að hlífa urriðanum við drápi vegna ástands stofnsins, liggja fyrir staðfestar upplýsingar um að stórurriði úr Þingvallavatni sé ekki hæfur til neyslu vegna kvikasilfursinnihalds.
Umfjöllun um veiði í þjóðgarðinum síðustu misseri hefur hrundið af stað umræðu sem ber að fagna.
Stjórn LS hvetur stangaveiðimenn til að fylgja settum reglum og sýna gott fordæmi með góðri umgengni.
Fyrir hönd stjórnar LS,
Viktor Guðmundsson formaður.

Related Images:

SVFA – Félagsmenn veiða frítt í vötnunum í Svínadal.

Þórisstaðir: Mynd tekin af planiceland.com

Þórisstaðir: Mynd tekin af planiceland.com

Stjórn SVFA hefur komist að samkomulagi við Ferðaþjónustuna á Þórisstöðum um aðgang fyrir félagsmenn að vötnunum þremur í Svínadal: Þórisstaðavatni, Eyrarvatni og Geitabergsvatni gegn framvísun félagsskírteinis.

Þeir sem skuldlausir eru við SVFA fá send félagsskírteini sem ættu að berast með pósti í þessari viku.

kveðja,

stjórn SVFA

Related Images:

4 dagar í Andakílsá.

Við hvetjum áhugasama til að hafa samband við Skúla í síma 895-2282, eða netfang skuli@practica.is, til að bóka þá fáu daga sem eftir eru.

Andakíll
Báðar stangir eru seldar saman og verðin eru fyrir báðar stangirnar.
22/6 kr. 47,800.
26/6 kr. 59,800.
4/9 kr. 71,800.
8/9 kr. 71,800.

Related Images:

Örfáir dagar lausir

Eins og komið hefur fram þá var sala veiðileyfa í ár mjög góð.
Enn eru þó örfáir dagar eftir til að næla sér í.
Þess má geta að árið 2013 voru 374 laxar skráðir til bókar í Andakílsá og þar af voru 85 í september !

Við hvetjum áhugasama til að hafa samband við Skúla í síma 895-2282
eða netfang skuli@practica.is, til að bóka þá fáu daga sem eftir eru.

Fáskrúð
Báðar stangir eru seldar saman og verðin eru fyrir báðar stangirnar.
22/9-24/9 kr. 118,000.

Andakíll
Báðar stangir eru seldar saman og verðin eru fyrir báðar stangirnar.
22/6 kr. 47,800.
26/6 kr. 59,800.
2/6 kr. 71,800.
4/9 kr. 71,800.
8/9 kr. 71,800.
24/9 kr. 59,800.

Stjórnin

Related Images:

Sala veiðileyfa mánudaginn 27.1

Sala veiðileyfa gekk vel að þessu sinni, en þó eru nokkur laus holl eftir.

Við hvetjum félagsmenn til kíkja til okkar mánudagskvöldið 27.1 á milli kl. 20 og 21 að Suðurgötu 108.

og næla sér í eitthvað af þessum spennandi dögum.

Fáskrúð

14/9-16/9

22/9-24/9

Andakílsá

2/9

4/9

8/9

16/9

24/9

Related Images:

Fréttir úr Fáskrúð

Hollið sem var á veiðum um um helgina 6 – 8. september fengu alls 6 laxa.

3 komu á flugu og 3 á maðk. Þyngd 2×1.5kg, 2×2.0kg, 1x 3.5kg og 1x 4.0kg. Allir fengust þeir í efri hluta árinnar frá Stebbastreng og uppúr.

Nokkrir laxar sáust þó í Hellu en vildu ekkert. Alls eru komnir 214 laxar úr ánni.

Vatn var sennilega feti yfir meðallagi en ekki skoluð og aðstæður til veiða fínar.

Related Images: