Styttist í opnun Andakílsár !!

Nú er veiðimönnum farið að klæja verulega í lófana að komast í fyrsta laxveiðitúrinn, og eflaust eru einhverjir búnir að svala þorstanum.

En eins og flestum er kunnugt þá opnar Andakílsá þann 20. Júní næstkomandi. Enn eru skemmtilegir dagar lausir eins og sést hér að neðan og hvetjum við veiðimenn eindregið til að nýta sér þá.

Áhugasamir hafi samband við Skúla í síma 895-2282 eða skuli@practica.is.

Andakíll:
Báðar stangir eru seldar saman og verðin eru fyrir báðar stangirnar.
22/6 kr. 47,800.
26/6 kr. 59,800.
4/9 kr. 71,800.
8/9 kr. 71,800.