Fyrirlestur um Arnarvatnsheiðina

Ágætu félagsmenn

Snorri Jóhannesson frá Augastöðum í Hálsasveit og Bjarni Árnason frá Brennistöðum eru líklega manna fróðastir um Arnarvatnsheiðina. Heiðin býr yfir fjölmörgum áhugaverðum kostum fyrir veiðimenn og ætla þeir félagar að koma til okkar og fræða um vötn og veiðimöguleika á heiðinni. Fyrirlesturinn verður haldinn fimmtudaginn 30.apríl kl.19:30 á Vitakaffi, Stillholti. Aðgangur er ókeypis. 

Viljum við hvetja félagsmenn og aðra áhugasama veiðiunnendur til að fjölmenna á þennan skemmtilega viðburð.

Veiðikveðja.

Stjórn SVFA