Ágætu félagsmenn
Nýjustu fréttir úr Fáskrúð eru þær að hún er komin í 46 laxa. Aðstæður voru eins og annars staðar framan af í júlí, frekar vatnsmikið og kalt. Við vonum sannarlega að ágúst komi með einhvern kraft í þetta.
Þess ber einnig að geta að vegna tæknilegra vandamála höfum við ekki getað sett inn fréttir eins og til er ætlast, biðjumst við velvirðingar á því. Við munum reyna að koma með ferskar fréttir um leið og þær berast hverju sinni.
Veiðikveðja
Stjórn SVFA