Rífandi stemning er í Andakílsá þessa dagana! Nýjustu fréttir þaðan eru þær að hún er komin í 156 laxa. Síðasta holl sem kláraði var með 25 laxa ! Greinilegt er að stórstreymi er að skila kraftmiklum göngum og hefur sést töluvert af fiski í helstu stöðum í ánni. Þess ber að geta að áin skilaði 109 löxum í fyrra, þannig að það stefnir í töluvert betra tímabil í ár.