Fáskrúð komin í 36 laxa þann 18. júlí

faskrud-vidbjodur3Samkvæmt veiðimönnum sem luku veiðum á hádegi þann 18. júlí var búið að skrá 36 laxa í bókina í Fáskrúð.
Mest hefur komið á land úr Hellufljóti eða 12 laxar og þar næst á eftir 11 laxar úr Brúarstrengjunum. Aðrir veiðistaðir sem hafa verið að gefa laxa eru m.a. Katlafossar, Viðauki, Efri Strengur, Viðbjóður, Neðri Stapakvörn og Eirkvörn.
Veiðimenn voru sammála um að slangur af laxi sé vítt og breytt um ána en lítið minnkandi vatn og mikill hiti hefur áhrif á tökuviljann. Stærsti lax sumarsins til þessa kom á land í Katlafossum þann 17. júlí en það var glæsilegur 90cm hængur. Það verður spennandi að sjá hvað gerist á næstu vikum því nú er stækkandi straumur sem færir veiðimönnum vonandi enn meiri skemmtun við árbakkann.