Veiðibókin í Fáskrúð var komin í 127 laxa á hádegi 2. sept. Haustrigningin um helgina skilaði sér í hærra vatnsyfirborði og fiskurinn viljugri að taka en dagana á undan. Hollið sem kláraði veiðar í gær var með 9 laxa, 6 úr Efri streng, einn úr Neðri streng, Breiðunni og Hellu. Talsvert var af fiski í Neðri barka á að giska voru sýnilegri 15-20 fiskar þar. Einnig sáust fiskar í Neðstafljóti, Miðfljóti, Hellufljóti. Mest var þó lífið efst í ánni frá Kötlum niður í Barka. Kæmi ekki á óvart ef Efri strengur yrði veiðihæsti staðurinn í ár ef svo fer fram sem horfir. Lang oftast hefur Hellufljótið verið aflahæst og Laxhylur komið þar næst.