Veiði lauk í Fáskrúð 30. september.
209 laxar eru skráðir í veiðibókina þetta árið miðað við 220 fiska í fyrra.
Líkt og í fyrra veiddust flestir fiskar í september eða 99 laxar, í ágúst 54 laxar og 56 laxar í júlí. Sumarið var þurrt í Dölunum og hafði það áhrif á veiðina.
Lax þreyttur í Efri streng.