Á hádegi í gær 23. ágúst var Fáskrúð komin í 94 laxa. Veiðin hefur verið heldur treg enda vatnsstaða búin að vera með lægast móti í ágúst. Talsvert af fiski er í ánni og líklegt að haustið verði drjúgt í veiðinni. Á sama tíma í fyrra stóð veiðin í 101 laxi.
Lág vatnsstaða gerir veiðimönnum í Þverá og Selósi í Svínadal erfitt fyrir. Það er þó mjög þekkt að veiði taki ekki að glæðast á þeim slóðum fyrr en haustrigningarnar byrja. Spáð er góðri dembu um helgina og þá gæti lifnað yfir bæði í Svínadal og Dölum.
Úr Fáskrúð, Katlafoss