Holl sem lauk veiðum á hádegi í gær (10. júlí) skráðu10 laxa. Þrír komu úr Hellufljóti, einn úr Ármótum, einn úr Viðbjóði, tveir úr Neðri barka, einn úr Efri barka og tveir úr Efri streng. Góð vatnsstaða var þegar hollið byrjaði veiðar en fer heldur minnkandi. Skráðir eru 17 laxar í veiðibók frá opnun sem var 30. júní.