Greinasafn fyrir flokkinn: Óflokkað

Veiðileyfi í Fáskrúð

Við eigum nokkur óseld veiðileyfi í Fáskrúð í Dölum:
2.-4. júlí, 2 stangir, 59 þúsund std. og 40 þúsund í húsgjald
8.-10. júlí, 2 stangir, 70 þúsund std. og 40 þúsund í húsgjald (SELT)
28.-30. sept., 3 stangir, 60 þúsund std. og 40 þúsund í húsgjald.
Upplýsingar veitir Bjarni, bjarni@svfa.is eða í síma 8987687.
Stjórn SFVA

Related Images:

Vötnin í Svínadal og fleira

Félagsmenn SVFA geta veitt í vötnunum þremur í Svínadal sumarið 2025. Vötnin eru Eyrarvatn, Þórisstaðavatn og Geitabergsvatn. Framvísa þarf félagsskírteini í SVFA en þau eru í vinnslu og verða send rafrænt til félagsmanna.
Til að tryggja að skírteinin komist til skila biðjum við félagsmenn að senda okkur tölvupóst á netfangið bjarni@svfa.is með eftirfarandi upplýsingum: Fullt nafn, netfang, heimilisfang og gsm númer. Þessar upplýsingar notum við til að uppfæra félagaskrána.

Related Images:

Svavar býður flugur til sölu

Svavar Garðarsson, félagi í SVFA, býður félagsmönnum að kaupa hjá sér flugur á kostakjörum.  Svavar býður félagsmönnum að koma heim til sín að Skarðsbraut 17 miðvikudaginn 10., fimmtudaginn 11. og föstudaginn 12. apríl frá hádegi og fram á kvöld.  Allar flugur verða á 250 kr. stk., bæði laxa- og silungaflugur.

Related Images:

Fréttir af aðalfundi og sölu veiðileyfa

Nú styttist heldur betur í að veiðisumarið hefjist.  Fyrstu veiðisvæðin verða opnuð 1. apríl og má búast við að spenningur byggist jafnt og þétt upp hjá veiðimönnum.  Veiðimenn eru alla jafna bjartsýnir að eðlisfari og búast eflaust flestir við betra veiðisumri en í fyrra.  Við vonum það besta.

Sala veiðileyfa sumarsins gekk ágætlega en við eigum enn óseld 3 holl í Fáskrúð og 1 dag í Andakílsá.  Leyfin sem um ræðir eru 2.-4. júlí, 4.-6. júlí og 28.-30. september í Fáskrúð og 20. september í Andakílsá.  Áhugasömum er bent á að hafa samband við Bjarna, bjarnikriss@simnet.is eða Skúla, skulibg51@gmail.com.

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi félagsins í janúar s.l.  Nýr formaður er Bjarni Kristófersson sem tekur við af Viðari Engilbertssyni.  Viðar situr áfram í stjórn ásamt þeim Skúla Garðarssyni og Sigurði Sævarssyni og Jóhanni Guðmundssyni, sem kemur nýr inn í stjórnina.

Related Images: