Greinasafn eftir: Bjarni Kristófersson

Síðustu tölur úr Andakílsá.

Andakílsá endaði í 332 löxum sem er mjög góður árangur og 3. besti árangur frá því þegar skráningar hófust.

 

Árin 2008 og 2009 gáfu óeðlilega mikið af löxum, en þetta ár var í raun í eðlilegu formi fjöldalega séð.

 

Síðustu 37 árin ef undanskilið er árið 2010 þá er meðalveiði árinnar 191,5 lax.

 

 

 

 

Related Images:

Svavar Garðarson leitar að stórlaxi

 

Ég undirritaður er er að leita að 36 punda laxi sem var veiddur í Víðdalsá á árum áður. Hann á að vera til á Akranesi uppstoppaður eða á mynd.

 

þeir sem hafa upplýsingar um þennan lax vinsamlega hafið samband við.

Svavar í farsímanum 894-4186

 

 

 

Virðingarfyllst,

 

Svavar Garðarson

Related Images:

Rútuferð – Uppskeruhátíð stangaveiðimanna 2010

 

Mæting kl 17:45

Farið verður með rútu frá skrifstofu Stangaveiðifélagi Akraness föstudaginn  22. október kl 18:30.

Gullhamrar opna kl 19:00

Miðaverð kr. 7.500 (Rútan innifalin).

Fordrykkur í boði SVFA

 

Skráningar í síma 899-6229 hjá Bjarna ritara SVFA.

Best væri að skrá sig fyrir 15. október.

 

 

Stjórn SVFA.

 

 

Related Images:

Klakveiði og frágangur í Fáskrúð 2010

Árnefnd Stangaveiðifélags Reykjavíkur lauk veiðum í Fáskrúð fimmtudaginn 30. september.

Lokatölur úr ánni eru 520 laxar skráðir.

 

Hluti af félögum í Stangaveiðifélagi Akraness fóru í Fáskrúð síðastliðinn laugardag til ganga frá vatnslögn og húsi fyrir veturinn og síðan fóru menn til veiða til að bæta við klakfisk þar sem aðeins voru komnir 6 laxar í klakkistur og vantaði 4 til 5 laxa í viðbót, bæði hænga og hrygnur.

 

Þessir félagar í Stangaveiðifélagi Akraness náðu að bæta við 4 löxum í klakkistur og eru þá komnir 10 laxar alls til kreistingar sem telst gott.

 

Það var eftirtektarvert að það er töluvert af laxi í ánni, það sást mikið af löxum í Hellufljóti, Neðstafljóti, Viðbjóði og Laxhyl, það er að segja þeir staðir sem farið var á.  Einnig sást nokkuð af laxi í Neðri-stapa.

 

Það vakti athygli að árnefnd Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem lauk veiðum formlega var að taka laxa bæði í Veiðileysu og Víðikeri á þessum tíma í lok september.d

 

Veiðin í ánni var mjög góð alla jafna yfir allt sumarið nema í kuldakaflanum um miðjan september, þegar hitinn var kominn niður í frostmark og áin í 3-5°C gekk mönnum mjög illa að ná laxi, en náðu þó ágætis veiði.

 

Veiðin lítur mjög vel út fyrir næsta sumar, miðað við veiðitölur og þéttleika í seiðabúskap.

Virðist áin vera að ná sér á strik og kvótinn sem var settur á og áhersla á að veiða og sleppa sé að skila árangri í sterkari laxastofni í ánni.

 

 

Myndband frá klakveiði.

 

Related Images:

Tölur úr Fáskrúð

Veiðimenn sem eru að ljúka veiðum í Fáskrúð á hádegi í dag eru samkvæmt heimildum komnir í 36 laxa og hafa sleppt megninu af þeim og einnig sett í klakkistur.

Þá er áin komin í 484 laxa sem telst næst besti árangur frá upphafi, en 4 dagar eru eftir af veiðitímabilinu.

Related Images:

Haustveiðin í Fáskrúð

Samkvæmt heimildum veiðimanns sem er staddur við veiðar í Fáskrúð í dag þá er mikill kuldi, töluvert frost, veiðar ganga illa vegna lágs vatnshita(0-3°c). Þeir veiðimenn sem eru staddir í veiðihúsi skagamanna eru í erfiðleikum vegna frosinnar vatnsleiðslu, sem sagt ekkert neysluvatn eða vatn á salerni o.s.f.v.

Samkvæmt síðustu tölum sem formaður veit þá er áin komin í 431 lax, jafnvel í 440, sem telstallgóður árangur.

Hellufljót í Fáskúð.

Related Images:

Seyðasleppingar í Fáskrúð

Nýlega fóru menn á vegum SVFA til seyðasleppinga í Fáskrúð. Farið var með 8000 seyði frá laxeldistöðinni Laxeyri í Hvítársíðu.

Var seyðunum sleppt á völdum veiðisvæðum og einnig fyrir ofan Katlafossa.

Verkinu stjórnaði Erling Huldarsson árnefndarmaður SVFA sem var við veiðar ásamt fríðu föruneyti og

gáfu þeir verkinu dýrmætan tíma sinn við verkið.

Stjórn SVFA skilar góðum þökkum fyrir framlag þeirra.

Related Images:

Glimrandi veiði í Fáskrúð

Góð veiði er núna í Fáskrúð

Mjög góð veiði erí Fáskrúð þessa stundina en síðasta Skagaholl lauk veiðum með 29 laxa.Flestir fengustá flugu og slepptu veiðimenn yfir 20 löxum aftur í ána.

Hollið var komiðmeð 14 laxa eftir þrjár vaktir en bætti um betur og landaði 15 löxum á síðustu vaktinni í morgun.Ofan á þessa góðu veiðimisstu svo veiðimenn einnigfjöldan allan af löxum.

Ánægjulegt er að sjá þessa miklu veiði og kvótann ekki fullnýttann.Sýnir þettasömuleiðis að flugan getur verið mjög sterkt agn í Fáskrúð.Fengust meðal annarsflugulaxar í Barkakýlinu þar sem maðkurinn erjafnan fyrsta val veiðimanna sem þangað koma.

Fyrstu laxartímabilsins úr Efri Streng komu á land í þessu holli og hefurþessi fornfrægi staðurþá gefið þrjá laxa í allt sumar.

Veiðibókin stóðí 308 löxumá hádegi
í dagentil samanburðar voru það287 laxará sama tíma í fyrra.

Related Images: