Árnefnd Stangaveiðifélags Reykjavíkur lauk veiðum í Fáskrúð fimmtudaginn 30. september.
Lokatölur úr ánni eru 520 laxar skráðir.
Hluti af félögum í Stangaveiðifélagi Akraness fóru í Fáskrúð síðastliðinn laugardag til ganga frá vatnslögn og húsi fyrir veturinn og síðan fóru menn til veiða til að bæta við klakfisk þar sem aðeins voru komnir 6 laxar í klakkistur og vantaði 4 til 5 laxa í viðbót, bæði hænga og hrygnur.
Þessir félagar í Stangaveiðifélagi Akraness náðu að bæta við 4 löxum í klakkistur og eru þá komnir 10 laxar alls til kreistingar sem telst gott.
Það var eftirtektarvert að það er töluvert af laxi í ánni, það sást mikið af löxum í Hellufljóti, Neðstafljóti, Viðbjóði og Laxhyl, það er að segja þeir staðir sem farið var á. Einnig sást nokkuð af laxi í Neðri-stapa.
Það vakti athygli að árnefnd Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem lauk veiðum formlega var að taka laxa bæði í Veiðileysu og Víðikeri á þessum tíma í lok september.d
Veiðin í ánni var mjög góð alla jafna yfir allt sumarið nema í kuldakaflanum um miðjan september, þegar hitinn var kominn niður í frostmark og áin í 3-5°C gekk mönnum mjög illa að ná laxi, en náðu þó ágætis veiði.
Veiðin lítur mjög vel út fyrir næsta sumar, miðað við veiðitölur og þéttleika í seiðabúskap.
Virðist áin vera að ná sér á strik og kvótinn sem var settur á og áhersla á að veiða og sleppa sé að skila árangri í sterkari laxastofni í ánni.
Veiðimenn sem eru að ljúka veiðum í Fáskrúð á hádegi í dag eru samkvæmt heimildum komnir í 36 laxa og hafa sleppt megninu af þeim og einnig sett í klakkistur.
Þá er áin komin í 484 laxa sem telst næst besti árangur frá upphafi, en 4 dagar eru eftir af veiðitímabilinu.
Samkvæmt heimildum veiðimanns sem er staddur við veiðar í Fáskrúð í dag þá er mikill kuldi, töluvert frost, veiðar ganga illa vegna lágs vatnshita(0-3°c). Þeir veiðimenn sem eru staddir í veiðihúsi skagamanna eru í erfiðleikum vegna frosinnar vatnsleiðslu, sem sagt ekkert neysluvatn eða vatn á salerni o.s.f.v.
Samkvæmt síðustu tölum sem formaður veit þá er áin komin í 431 lax, jafnvel í 440, sem telstallgóður árangur.
Mjög góð veiði erí Fáskrúð þessa stundina en síðasta Skagaholl lauk veiðum með 29 laxa.Flestir fengustá flugu og slepptu veiðimenn yfir 20 löxum aftur í ána.
Hollið var komiðmeð 14 laxa eftir þrjár vaktir en bætti um betur og landaði 15 löxum á síðustu vaktinni í morgun.Ofan á þessa góðu veiðimisstu svo veiðimenn einnigfjöldan allan af löxum.
Ánægjulegt er að sjá þessa miklu veiði og kvótann ekki fullnýttann.Sýnir þettasömuleiðis að flugan getur verið mjög sterkt agn í Fáskrúð.Fengust meðal annarsflugulaxar í Barkakýlinu þar sem maðkurinn erjafnan fyrsta val veiðimanna sem þangað koma.
Fyrstu laxartímabilsins úr Efri Streng komu á land í þessu holli og hefurþessi fornfrægi staðurþá gefið þrjá laxa í allt sumar.
Veiðibókin stóðí 308 löxumá hádegi
í dagentil samanburðar voru það287 laxará sama tíma í fyrra.