Greinasafn eftir: Bjarni Kristófersson

Fyrstu laxarnir úr Andakílsá í gær

Lítið var að gerast fyrstu tvo daga veiðitímabilsins íAndakílnum sem opnaði eins og kunnugt er á sunnudag.

En í gær, á fyrsta Skagadeginum í sumarfengust tveir laxar.Fyrir hópnum fór Pétur Óðinsson húsvörður með meiru af Skaganum,en fengu þeir félagartvo nýgengnalaxa um morguninn og misstu annan.

Pétur landaði fyrsta laxi sumarsins í Sleifarkvörnum, veiðistað númer tólf. Annar lax fékkst í FossabakkaNeðri en það er veiðistaður númer átta. Misstu veiðimenn einnig lax í EfriFossbakkahyl, veiðistað númer fjögur.

Ánægjuleg byrjun á laxveiðitímabilinu við Andakílsá en undanfarin ár hefur júnímánuður gefið um 10 laxa á dagana tíu. Næsti Skagadagur er 30. júní og munum við fylgjast náið með aflabrögðum þá.

Fyrsti laxinn sumarið 2010 kom úr Sleifarkvörnum 22. júní (Ljósm. AMK 2009)

Related Images:

Andakílsá opnaði í dag

Andakílsá - Litla Hamarskvörn

Við Litlu Hamarskvörn að kvöldi 20. júní 2010 (Ljósm. AMK)

Rólegt var um að litast á laxasvæði Andakílsár í dag en það opnaði fyrir veiði í morgun. Veiðimenn lönduðu einum fjögurra punda urriða í veiðistaðnum Volta á fluguna Blue Charm.

Þrátt fyrir góðar fréttir af opnunum víða um land varð raunin ekki sú þennan fyrsta dag laxveiðitímabilsins í Andakílnum. Það má þó telja nokkuð líklegt að fyrsti laxinn komi á land fljótlega.

Samkvæmt veiðibók á silungasvæðinu veiddist ein þriggja punda bleikja á Klöppunum 7. júní á flugu en annars hefur silungasvæðið gefið fjórar bleikjur og sex ófrýnilegar flundrur það sem af er tímabili.

Related Images:

Fáskrúð í Dölum opnar senn

Veiðisumarið er formlega hafið. Góðar opnanir og fréttir af laxaferðumvíðaum land gefaveiðimönnum óneitanlega tækifæri til aðhlakka enn frekartilsumarsinsvið Fáskrúð.Ekki er ólíklegt að sá silfraði fari að láta sjá sig þar en opnað verður fyrir veiðieftir hádegi þann30. júní í Dölunum.

Í fyrsta skipti í sögunni var settur kvóti álaxadráp í Fáskrúðsumarið 2009.Var það gertí ljósi rannsókna Veiðimálastofnunar árið 2007 á seiðabúskap og uppvaxtarskilyrðum seiða við ána. Þessi kvóti hljómar upp átólf laxa áhvert tveggja daga holl. Umfram kvóta má að sjálfsögðu veiða og sleppa.

Niðurstöður þessararannsóknasýndu að svokölluð seiðavísitala mældist fremur lág, ensú vísitalaendurspeglar m.a. seiðaþéttleika og seiðamagn. Þessar tölurí Fáskrúð voru t.a.m. mun lægri en mældar voruá sama tíma hjá nágrannaánum Krossá
og Flekkudalsá. Lægri seiðaþéttleiki getur m.a. stafað af minni hrygningu.

Sérstaklegaer mælst til þess að laxar með tveggja ára sjávardvöl að baki sé sleppt aftur í Fáskrúð þar sem hlutdeild stórlaxa hefur farið mjög lækkandi á undanförnum árum. Einnig er bent á að lengd sjávardvalar laxa sé að hluta til arfbundin og því hafi það mikla þýðingu fyrir þann eiginleika að stórlaxinum sé hlíft.

Aðaukisegir að 60 cm hrygna gefi af sér 4000 hrognen hrygna sem er 75 cm gefi af sér 6500 hrogn. Samband er einnig milli stærðar hrygna og hrogna þannig að hrogn stórlaxa eru stærri, og seiði sem klekjast úr stærri hrognum eru lífvænlegri en seiði úr smærri hrognum.

Talið er að stærð laxastofna sé í góðu samræmi við gæði og stærð tiltækra búsvæða sem laxinn hefur til umráða. Í því samhengi er bent á að stór framleiðslusvæði fyrir laxaseiði séu einnig til staðar á ófiskgengum árhluta Þverár og fyrir ofan Katlafossa ogsvonefndan Efrifoss. Sem fyrsta skref í nýtingu ófiskgengra svæða væri mögulegt að flytja fullorðinn fisk upp fyrir Efrifoss og fylgjast með hrygningu hans þar og afkomu seiða.

Mjög mikilvæguren fyrirhafnarlítill þátturí eflingu laxastofnsFáskrúðar er, aðaukin áhersla verði lögð á að veiðimenn sleppi veiddum löxum.

Meðþessari einföldu framkvæmder hægt að komast hjá stórtækariog viðameiriaðgerðumeins ogfrekari kvótasetningumeðaað súkrafa verði gerð að eingöngufluguveiðar verði stundaðar á ákveðnum tímabilum.

Fáskrúðsemer vel þekktmaðkaveiðiágeymir fleiri fluguveiðistaði en margan grunar. Aukinfluguveiði ásamtþví að sleppa veiddum löxumergrundvöllur þess aðárangur náist í að byggja upp seiðabúskap árinnar um ókomin ár.

Samkvæmt veiðibók gáfu eftirfarandi veiðistaðir lax á flugu sumarið 2009:
Neðri og EfriBrúarstrengir, Miðfljót, Hellufljót, Ármótastrengur, Hrafnakvörn, Veiðileysa, Jóka, Leynir, NeðriStapi, Efri Stapi, Viðbjóður, Neðri Barki, Efri Strengur, Viðauki, Laxhylur, Breiðan ogKatlafossar.

Íeinhverjum tilvikasíðasta sumar mátti sjáfjöldalaxa sleppt jafnvel þar sem kvóta hafði ekki verið náð.Því ber að fagna ogvonast er til aðaukin vakning verði á meðal veiðimanna í Fáskrúð á komandi sumri.

Mest var um sleppingar í september enþann mánuðveiddist minnstyfir sumarið, samtals133 laxar.Þá var 32 löxum sleppt og 101 lax veginn.

Afvegnum löxumí september var tæpur helmingur hrygnur eða 48 talsins. Aðlágmarki gefa 48fimm punda smálaxahrygnur af sér 192.000 hrogn.

Mörgum kann að koma það á óvart aðárin 2008 og2009 veiddist vel í Fáskrúð þrátt fyrir lélega seiðamælingu árið 2007. Hins vegar kom það í ljóssíðastliðið haustþegar ná átti í klakfisk að ekkert fannst. Dregið var áhylji án árangurs.

Göngum því vel umána okkar og veltum því fyrir okkur hvort aðánægjansem því fylgir aðtakast ávið lax í Fáskrúð,felist í v eiðinni og baráttunni viðfiskinn eða drápinu sjálfu.

Gleðilegt veiðisumar !

Nýgengnum laxi sleppt við Neðri Stapakvörn í Fáskrúð sumarið 2010

Nýgengnum laxi sleppt við Neðri Stapakvörní ágúst sumarið2009.

Veiðimaður með 80cm hrygnu (áætluð 5.3 kg) sem var sleppt aftur við veiðistaðinn Viðauka í september 2009.

Veiðimaður með 80cmhrygnu (áætluð 5.3 kg) sem var sleppt afturvið veiðistaðinn Viðauka í september 2009.

Veiðimenn landa og sleppa laxi við Laxhyl í ágústmánuði 2009.

Veiðimenn landa og sleppa laxi við Laxhyl í ágústmánuði 2009.

Related Images:

Að sleppa laxi

Til að hámarka árangurveiðimanna sem ákveða að stunda veiða og sleppaá vegum félagsinsleituðum við ráða hjá fróðari mönnum í þeim efnum. Fáir hafa víðtækari reynslu í því að veiða og sleppa hér á landi enPétur Péturssonvið Vatnsdalsáþar semeingönguer veitt ogsleppt. Hefur sú aðferð verið notuð þar meðfrábærum árangri í 13 ár. Við fengum lánaðar nákvæmar upplýsingar um það hvernig skuli bera sig að við að sleppa laxi á sem árangurríkastan hátt. Njótið vel.

Að sleppa laxi.

Það á við hér eins og í flestu öðru að reynslan er lykill kunnáttunnar þegar miðlað er hvernig best skuli staðið að sleppingum.Hér gilda ákveðin lögmál sem stuðla að því að laxinn komist óskaddaður aftur í umhverfi sitt til að geta haldið áfram því sem náttúran ætlast til af honum, sem er að tryggja náttúrulega hrygningu og þar með viðhald og afkomu seiðabúskaps árinnar sem hann tilheyrir.

Nokkrar helstu leiðbeiningar.
•Forðist að laxinn skaddist á oddhvössu grjóti eða öðru sem sært getur hold hans við löndun

-Ef aðstæður leyfa þá leggið fiskinn í mjúkt grasið meðan flugan er losuð úr
-Þurfi að losa fluguna úr í vatninu þá varist að þrýsta fiskinum í botninn þar sem grýttur botn getur skaðað hann
-Ef notast er við háf skal hann að vera hnútalaus

•Takið laxinn ekki upp á sporðinum einum (á sérstaklega við um stórlax)

-Takið um sporðinn og haldið undir fiskinn aftan við hausinn þegar honum er lyft upp
-Snertið aldrei tálkn eða augu fisksins


•Losið fluguna úr laxinum fljótt og örugglega

-Töng er nauðsynleg þegar losa á fluguna úr fiskinum
-Mælið fiskinn eins fljótt og kostur er
-Komið fiskinum strax í vatn


•Veljið hentugan sleppistað

-Hentugur staður er td. í straumjaðri
(ekki þar sem straumur er mestur/mikill)
-Snúið fiskinum á móti rennsli vatnsins
-Gefið fiskinum góðan tíma til að ná jafnvægi og styrk áður en honum er sleppt


Annað sem hafa ber í huga.

Misjafnt er hversu dasaður fiskur er eftir viðureign. Þegar fiskur er mjög þreyttur verðum vi ð þess fljótt vart í sleppingarferlinu.Ef við teljum svo vera þurfum við að gefa okkur góðan/lengri tíma með fiskinum til að tryggja að hann nái nauðsynlegri orku og styrk áður en við sleppum honum.

Fiskur getur verið óstýrilátur til að byrja með og kynnu þá einhverjir að halda að hann sé fullur orku ennþá, en svo þarf alls ekki að vera og því ber að fara að öllu með gát og halda honum föstum með sporðtaki. Þegar um stórlax er að ræða er þetta ekki óalgengt.

Aðalatriðið er að fiskurinn róist og til þess að það megi verða er mönnum bent á að láta ekkert trufla fiskinn, að enginn standi fyrir framan hann eða til hliðar við hann þannig að hann verði var við, meðan verið er að meðhöndla hann. Það hefur róandi áhrif á hann.

Sleppið ekki takinu of fljótt.

Þegar fiskurinn hefur náð að vinna upp orku og styrk þá prufið að losa takið hægt og rólega af fiskinum (haldið eingöngu lauslega um sporðinn) til að sjá hvort hann hefur náð jafnvægi og færið ykkur frá honum í leiðinni, án þess þó að sleppa sporðtakinu. Þetta má endurtaka þar til fiskurinn hefur náð fullkomnu jafnvægi.

Til þess svo að fullvissa sig um að tilsettu marki sé náð þá er rétt að sleppa takinu af sporðinum, bakka hægt og rólega frá fiskinum og leyfa honum að hvílast á þessum sama stað.

Laxinn nær að endurhlaða orkuna fyllilega á 15 mínútum. Hinsvegar ef honum líður vel á þeim stað þar sem honum hefur verið sleppt, á hann það til að liggja þar mun lengur og er ekkert óeðlilegt við það. Þegar hann síðan ákveður að fara, þá yfirleitt dólar hann rólega út í hylinn með fullri reisn og lætur sem ekkert hafi skeð, eða er kannski bara búinn að gleyma.

Birt með leyfi af www.vatnsdalsa.is

Viðmiðunartafla Veiðimálastofnunar. – Á vef stofnunarinnar segir að töfluna megi nota til að sjá líklega þyngd ef lax er eingöngu lengdarmældur.

Lengd (cm)

Þyngd (kg)

Lengd (cm)

Þyngd (kg)

Lengd (cm)

Þyngd (kg)

40

0,7

65

3,0

90

7,4

41

0,8

66

3,1

91

7,7

42

0,9

67

3,2

92

7,9

43

0,9

68

3,4

93

8,1

44

1,0

69

3,5

94

8,4

45

1,0

70

3,6

95

8,7

46

1,1

71

3,8

96

8,9

47

1,2

72

4,0

97

9,2

48

1,3

73

4,1

98

9,4

49

1,3

74

4,3

99

9,7

50

1,4

75

4,4

100

10,0

51

1,5

76

4,6

101

10,3

52

1,6

77

4,8

102

10,6

53

1,7

78

5,0

103

10,9

54

1,8

79

5,1

104

11,2

55

1,8

80

5,3

105

11,5

56

1,9

81

5,5

106

11,8

57

2,0

82

5,7

107

12,1

58

2,1

83

5,9

108

12,4

59

2,2

84

6,1

109

12,8

60

2,4

85

6,3

110

13,1

61

2,5

86

6,5

111

13,4

62

2,6

87

6,7

112

13,8

63

2,7

88

7,0

113

14,1

64

2,8

89

7,2

114

14,5

Related Images:

Tuttugu bestu árin í Fáskrúð frá 1941 til 2009

Viðhöfum undir höndumskemmtilegar heimildiryfir veiði í Fáskrúð allt frá árinu 1941. Tölurnar tók samanveiðimaðurinn og fyrrverandi formaður SVFA, KjartanGuðmundsson. Heimildirnar eru úr gömlum veiðibókum sem eru að finna á skrifstofu félagsins.

Við munum síðar birta listann í heild en fyrst um sinn höfum við tekið saman tuttugu bestu og lélegustu árin. Upplýsingar um veiði vantar að vísu fráárunum1947,-48,-49,-55,-57,-65,-74 og 1975. Þessi áreru því ekki tekin til greina sem bestu og lélegustu árin þangað til veiðitölur frá þeim finnast.

Athygli vekur að undanfarin tvö ár, 2008 og 2009 rata beint inn á topp fjögur ásamt árunum 1971 og 1988.

Tuttugubestu árin Tuttugulélegustu árin
1971 578 laxar
1988 464 laxar
2009 456 laxar
2008 432 laxar
1987 381 laxar
1972 375 laxar
1986 365 laxar
1992 330 laxar
1952 326 laxar
2007 322 laxar
1961 320 laxar
1951 309 laxar
1970 304 laxar
1958 289 laxar
2005 283 laxar
1964 273 laxar
1998 266 laxar
1960 265 laxar
1945 264 laxar
1946 263 laxar
1956

1941 46 laxar
1942 63 laxar
1943 87 laxar
1944 96 laxar
1994 96 laxar
1950 109 laxar
131 laxar
1954 132 laxar
1953 136 laxar
1976 136 laxar
2000 143 laxar
1997 144 laxar
1999 145 laxar
1980 148 laxar
1969 150 laxar
1982 153 laxar
1995 157 laxar
1984 166 laxar
2002 170 laxar
2006 178 laxar

Related Images:

Andakílsá – Veiðisumarið 2009

Nýlega kom út skýrsla árnefndar SVFR við Andakílsá fyrir tímabilið 2009.

Þar kemur fram að á liðnuári veiddust samtals 706 laxar á svæðinu. Þar af 694 á laxasvæði árinnar.

Þetta er því næst besta veiðin af síðastliðnum 40 árum í kílnum. Besta sumarið var 2008 þegar 839 laxar veiddust. Beina slóð á skýrsluna frá SVFRer að finna hér.

Eins og kunnugt er fer SVFAmeð sölu fjórðungs veiðileyfa í ánni í góðu samstarfi við SVFR sem sér um hinn þriðjung veiðileyfanna. Við höfum nú tekið sérstaklega saman veiðina á dögum félagsins ásamt ýmsum öðrum fróðleik frá sumrinu.

Góð heildarveiði á dögum SVFA

Heildarveiði á laxasvæðinu í sumar var 694 laxar en þar af komu 242 laxar á land á dögum SVFA. Það er því yfir þriðjungur heildaraflans í sumar eða alls 35% sem veiddist á dögum félagsins.

Öflugmeðalveiði á hverja stöng.

Á dögum félagsins var meðalveiðin 4.75 laxar per stöng á dag á móti2.95 löxum per stöng ádögum SVFR.Yfir tímabilið alltveiddust aðmeðaltali 3.4 laxar per stöng á dag.

Yfirburðagóð fluguveiði á dögum SVFA.

Af 242 veiddum löxum á dögum félagsinsfengust 187 á flugu á móti 56 á maðk. Dagar SVFAskiluðu því 77%á fluguog23% á maðk.Dagar SVFR skiluðu svo 69%á fluguog31% á maðk og íheildina yfir sumariðvar71.5%veitt á flugu en28.5% á maðk.

Bestu holl SVFA í sumar voru í september.

Mest veiddist þann 11. sept af öllum dögum SVFA á tímabilinu eðaalls 33 laxar. Næst mest veiddist þann 15. sept þegar 30 laxarkomu á land.Þar á eftir komu tvö júlí holl með fína veiði og þar á eftir annar stakur septemberdagur.
Sjá nánari skiptinguí töflu hér til hliðar.

Verstudagar SVFA.

Enginn lax veiddist á dögum félagsins 22 og 26. júní.Næst lélegustu holl sumarsins voru svo 1-2. júlí, 3-4. sept og 10. sept en öll þessi holl hafa einungis 2 laxa skráðaí bók.

Slakur árangur í því að veiða og sleppa.
Á dögum SVFA slepptu veiðimenn9 löxum af 242 eða 3.71% aflans og á dögum SVFRslepptu veiðimenn 22 löxum af 452eða 4.86%. Í heildina var einungis 31 af 694 löxumsleppt yfir allt tímabilið í Andakílsá en þaðgera 4.46%.

Til samanburðar mágeta þessað 12.72% heildaraflans í Fáskrúð var sleppt í sumar og þar er veiðiskiptingin þveröfug eðanálægt73% maðkur og 27% fluga !

Aflahæstu veiðistaðir - Andakílsá 2009

Efri Fossbakkahylur náði fornri frægð í sumar.

Efri Fossbakkahylur náði fornri frægð í sumar.

Þrjú var aflahæstur með 211 laxa veiði.

Þrjú var aflahæstur með 211 laxa veiði.

Efri Fossbakkahylur endaði í 191 löxum.

Efri Fossbakkahylur endaði í 191 löxum.

Úr Nátthagahyl komu 85 laxar.

Úr Nátthagahyl komu 85 laxar.

Tvö og hálft skilaði 72 löxum á land.

Tvö og hálft skilaði 72 löxum á land.

Laugafljót endaði í 51 skráðum löxum.


Laugafljót endaði í51 skráðum löxum.

Volti skilaði 25 löxum í sumar.

Volti skilaði 25 löxum í sumar.

Sleifarkvarnir voru með 22 laxa skráða.

Sleifarkvarnirvoru með22 laxa skráða.

Ljósmyndir;AMK – Ábendingar berist á tölvupósti hér

Related Images:

Samantekt – Fáskrúð í Dölum 2009

Veiðin í Fáskrúð var mjög góð í sumar og hljóðaði upp á 456 laxa sem er með því betra sem veiðst hefur á svæðinu frá upphafi.

Ef byrjað er á að skoða viku 1 hefur veiðin farið heldur rólega af stað og skilaði aðeins níu löxum á land. Laxarnir fengust þó nokkuð víða eða í stöðum eins og Tjaldkvörn, Hávaða, Eirkvörn, Efri Stapa, Viðbjóð, Efri Barka og Viðauka. Fyrsti laxinn í ánni veiddist í Efri Barka 1. júlí en staðurinn skilaði samt sem áður einungis þrem löxum á land í allt sumar.

Í viku 2 byrjuðu bæði Efri og Neðri Brúarstrengir að gefa góða summu af laxi en alls gáfu strengirnir tveir samtals 74 af 152 veiddum löxum í júlí. Efri Brúarstrengur gaf 59 laxa í júlí og Neðri Brúarstrengur gaf 15 laxa. Þriðji aflahæsti veiðistaðurinn í júlí var Leynir með 10 laxa, fjórði var Viðbjóður með 9 laxa og fimmti var Eirkvörn með alls 8 laxa.

Neðri Stapakvörn endaði sem þriðji aflahæsti staðurinn í ánni yfir sumarið en samt sem áður komu ekki nema 2 laxar þaðan í júlí. Strax fyrstu vikuna í ágúst fengust 9 laxar í Neðri Stapa og endaði mánuðurinn þar í 21 veiddum löxum. Í september skilaði staðurinn 24 löxum og alls 47 yfir mánuðina þrjá.

Í byrjun ágúst veiddist fyrsti laxinn í Hellufljóti sem verður að teljast mjög undarlegt. Hellan skilaði 15 löxum í sumar og endaði sem tíundi aflahæsti staðurinn í ánni.

Þriðju vikuna í ágúst gáfu Katlafossar 7 laxa og þar bættust við 2 laxar fyrir mánaðarlok. Katlafossar enduðu í sjötta sæti yfir sumarið með 20 laxa veiði.

Laxhylur gaf 8 laxa í júlí, 38 laxa í ágúst og 21 í september og endaði þar með sem aflahæsti staðurinn í sumar með 67 laxa. Neðri Barki kom sterkur inn í ágúst með 22 laxa veiði og endaði sem fjórði aflahæsti yfir sumarið með 44 laxa.

Fáskrúð í Dölum - Skipting vikna

Í september hélt Neðri Stapi áfram að gefa vel
og skráðir voru 13 laxar fyrstu vikuna þar. Veiðileysa gaf sinn fyrsta og eina lax í sumar að ra vikuna í september.

Miðfljótið gaf 9 laxa yfir tímabilið, fjóra í júlí og fimm í september. Neðstafljót náði sér aldrei á strik og veiddust aðeins tveir laxar þar í sumar.

Laxhylur, Efri Strengur, Neðri Stapi og Neðri Barki voru yfirburða veiðistaðir í september og enduðu í topp 5 ásamt Efri Brúarstreng yfir sumarið í heild.

Þeir staðir sem skiluðu ekki laxi í sumar voru Víðiker, Blesa, Skrúður, Gullkvörn og sem fyrr, Bakkastrengur.

Skipting vikna var þannig að fjórða vika tímabilsins var aflahæst með 60 laxa en fast á hæla hennar voru vikur þrjú og fimm með 54 og 58 laxa veiði. Vika eitt gaf minnst eða9 laxa og síðasta vikan, sú tólfta, gafnæst minnst í sumar eða einungis15 laxa.

Í töflunni hér að neðan má sjá ítarlega sundurliðun á veiðinni í einstaka veiðistöðum, í hverjum mánuði og viku fyrir sig:

Fáskrúð í Dölum - Veiðin 2009

Hér fyrir neðangefur að lítaaflahæstu veiðistaði og hvenær fyrst veiddist lax á hverjum stað:

Veitt og sleppt, skipting agns, þyngstu laxar ofl:

  • Alls veiddust í Fáskrúð 456 laxar – 120 á flugu, 6 á spón og 330 á maðk.
  • Fyrsti laxinn veiddist 1. júlí í Neðri Barka á maðk – Hrygna sem vigtaði 3.5 kg
  • Þyngsti laxinn veiddist 18. júlí í Miðfljóti á maðk – Hængur sem vigtaði 6.0 kg
  • Þyngsti flugulaxinn veiddist 12. september í Viðauka – Hrygna sem mæld var 80 cm og áætluð um 5.3 kg. Laxinum var sleppt.
  • Júlí: 152 laxar – 14 á flugu og 138 á maðk – 6 löxum var sleppt.
  • Ágúst: 171 laxar – 46 á flugu og 125 á maðk – 20 löxum var sleppt.
  • Sept: 133 laxar – 60 á flugu, 67 á maðk og 6 á spón – 32 löxum var sleppt.
  • Á veiðitímabilinu slepptu veiðimenn samkvæmt veiðibók 58 löxum. En flugulöxum var að vísu ekki eingöngu sleppt því að alls fengu 9 laxar af þessum 58 frelsið aftur eftir að hafa verið landað á maðk eða spón.
  • Ein Bleikja er skráð í veiðibók þann 21. ágúst í Hávaða og vigtaði hún 1.5 kg.

Efri Strengur skilaði 28 löxum á land í sumar.

Neðri Barki endaði í 44 löxum.

Neðri Barki endaði í 44 löxum.

Laxhylur var aflahæstur með 67 laxa.

Laxhylur var aflahæstur með 67 laxa.

Efri Brúarstrengur skilaði 62 löxum í bók.

Efri Brúarstrengur skilaði 62 löxum í bók.

Neðri Stapakvörn kom á óvart með 47 laxa veiði.

Neðri Stapakvörn kom á óvart með 47 laxa veiði.

Ljósmyndir;AMK – Ábendingar berist á tölvupósti hér

Related Images:

Frá aðalfundi Landssambands Stangaveiðifélaga

Aðalfundur LS 2009

Sextán manns sóttu aðalfund Landssambands Stangaveiðifélaga undir yfirskriftinni Framtíð LS og hlutverk þess fyrir Stangaveiðifélög.

Fundurinn var að þessu sinni haldinn hjá okkur í SVFA á Akranesi síðastliðinn laugardag. Fyrr um morguninn fór fram formannafundur þar sem formenn allra aðildarfélaga áttu kost á að sitja lokaðann fund.

 

Um hefðbundinn aðalfund var að ræða og var m.a. farið yfir ársskýrslu stj
órnar og tilgang LS. Sambandið sem fyrst og fremst er starfrækt sem öflugur málsvari stangaveiðifélaga í landinu hafði á síðasta starfsári unnið að mörgum verkefnum sem snúa m.a. að samskiptum við opinbera aðila, stangaveiðifélög og hagsmunaaðila. Ásamt því hefur sambandið sinnt lögbundnum verkefnum og skemmtilegum átaksverkefnum s.s. fluguhnýtingakeppni og veiðidegi fjölskyldunnar.

Samþykkt var á fundinum að fresta kosningu til stjórnar og kosningu formanns til 19. nóvember næstkomandi. Sitjandi formaður er því enn um sinn okkar maður í Stangaveiðifélagi Akraness, Ingólfur Þorbjörnsson.

 

Samþykkt var ályktun LS um hugsanlega færslu Veiðimálastofnunar frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti til umhverfisráðuneytis og er ályktunin birt hér að neðan.


Aðalfundur Landssambands stangaveiðifélaga haldinn þann 17. október 2009 lýsir miklum áhyggjum af fyrirhuguðum flutningum á forræði Veiðimálastofnunar frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti til umhverfisráðuneytis. Með þessum flutningi myndi stefnt í hættu því góða samstarfi og samvinnu sem hagsmunaaðilar hafa átt við Veiðimálastofnun. Hér er sérstaklega horft til þess áherslumunar sem óneitanlega er  milli auðlindastjórnunar og umhverfisverndar. Aðalfundur LS leggur á það þunga áherslu að mikil ánægja er með hvernig Veiðimálastofnun hefur starfað og að starfsemi hennar verði ekki sett í uppnám. 


 

Mynd; Aðalfundur LS – Hans U. Ólason SVH, Reynir Þrastarson SVFR, Hafsteinn Kjartansson SVFA og Ingólfur Þorbjörnsson SVFA.

Related Images:

Myndir: Fáskrúð í Dölum – Stebbastrengur

Við birtum nú myndasyrpu sem við fengum senda fyrr í sumar frá veiðimönnum sem voru við veiðar í Fáskrúð dagana 11-13. ágúst.

Myndirnar sýna veiðimanninn Heimi Kristjánsson og son hans, glíma við lax í Stebbastreng frá einstaklega skemmtilegu sjónarhorni. Veiðifélagi Heimis í þessum túr var Hafsteinn Kjartansson og var hann staðsettur í hlíðinni fyrir ofan veiðistaðinn og tók myndirnar.

Myndasyrpuna frá þeim félögum má sjá í heild með því að smella á meira hér að neðan…

Félagsmenn jafnt sem aðrir eru hvattir til þess að senda vefnum myndir frá liðnum veiðitímabilum sem gaman væri að birta í vetur.

Myndasyrpa frá Fáskrúð í Dölum 11 – 13. ágúst 2009 – Stebbastrengur

Veiðim. Heimir Kristjánsson- Ljósm. Hafsteinn Kjartansson.

Fáskrúð í Dölum - Veiðar í Stebbastreng sumarið 2009

Related Images:

Veiði lokið í Fáskrúð í Dölum – 456 laxar á land

Veiði lauk á hádegi í dag við Fáskrúð í Dölum. Síðasta skagahollið landaði fjórum löxum við erfiðar aðstæður og mikið vatn.

Að sögn veiðimanna setti mikill kuldi strik í reikninginn við veiðiskap. Krapi var í ánni og sem dæmi má nefna að neysluvatnið var frosið í leiðslum langar leiðir. Veiðimenn fengu þrjá laxa á flugu, tvo á Breiðunni og einn í Laxhyl. Að auki fékkst einn lax á Toby í Neðri Barka.

Hljóðar þá lokatalan upp á 456 laxa sem er með því betra sem veiðst hefur í Fáskrúð í áraraðir. Ef skoðuð er sérstaklega veiði síðastliðinna níu ára eða á tímabilinu 2000 til 2008, má sjá að veiðin í sumar er sú besta af þeim, og vel yfir meðaltalinu sem eru 236 laxar.

Í veiðibókinni frá því í sumar má finna margt fróðlegt. Við höfum tekið saman nokkrar tölur hér að neðan.

  • Alls veiddust í Fáskrúð 456 laxar – 120 á flugu, 6 á spón og 330 á maðk.
  • Fyrsti laxinn veiddist 1. júlí í Neðri Barka á maðk – Hrygna sem vigtaði 3.5 kg
  • Þyngsti laxinn veiddist 18. júlí í Miðfljóti á maðk – Hængur sem vigtaði 6.0 kg
  • Þyngsti flugulaxinn veiddist 12. september í Viðauka – Hrygna sem mæld var 80 cm og áætluð um 5.3 kg. Laxinum var sleppt.
  • Júlí: 152 laxar – 14 á flugu og 138 á maðk – 6 löxum var sleppt.
  • Ágúst: 171 laxar – 46 á flugu og 125 á maðk – 20 löxum var sleppt.
  • Sept: 133 laxar – 60 á flugu, 67 á maðk og 6 á spón – 32 löxum var sleppt.
  • Á veiðitímabilinu slepptu veiðimenn samkvæmt veiðibók 58 löxum. En flugulöxum var að vísu ekki eingöngu sleppt því að alls fengu 9 laxar af þessum 58 frelsið aftur eftir að hafa verið landað á maðk eða spón.
  • Ein Bleikja er skráð í veiðibók þann 21. ágúst í Hávaða og vigtaði hún 1.5 kg.

Þyngsti flugulaxinn var 80 cm, 5.3 kg hrygna úr Viðauka.

Nýgengnir laxar voru að veiðast fram til 20. september.

Related Images: