Andakílsá fór yfir 100 laxa múrinní síðustu viku og er það svipuð veiði og á sama tíma í fyrra.
Skagadagarnir 8-10 júlí gáfu 18 laxa veiði. Holl sem veiddi stórstreymisdagana 12-14. júlí fékk 16 laxaog missti töluvert af löxum, en takan varoft á tíðum grönn á bæði flugu og maðk aðsögn veiðimanna.Hollið þar á eftir landaði svo 17 löxum.
Veiðimenn voru aðfá laxa áfjölbreytilegum veiðistöðum eðaallt frá stað nr. 3 til 13. Hollið 12-14 júlí landaði t.a.m. löxum úr veiðistöðum þrjú, fjögur, fimm, ellefu, tólf og þrettán.
Fáskrúð stóð í 75 löxum á hádegi 16. júlí en afar lítið vatn skilaði litlum sem engum nýjum laxi upp í ána í kringum stórstreymið þann 13. júlí.Skagahollið 12-14 júlí landaði 8 löxum og næsta holl var með 6 laxa.
Hellufljótið sem gaf ekki lax fyrr en í ágúst á síðasta tímabilihafði þann 16. júlí skilað4 löxum á land í vatnsleysinu sem nú ríkir í Dölunum.
![Flugulax úr Hellunni í Fáskrúð](/stjornandi/Skrar/Myndir/faskrud/2010/fask1416juli2010-1.jpg)
Ásgrímur Kárason með lax úr Hellufljóti 15. júlí. Ljósm. Jónas Geirsson
![Stórlax þreyttur í Katlafossi í Fáskrúð](/stjornandi/Skrar/Myndir/faskrud/2010/fask1416juli2010-2.jpg)
Ásgrímur glímir við 79 cm lax í Katlafossi 14. júlí Ljósm. Jónas Geirsson
![Staurahylur í Andakílsá](/stjornandi/Skrar/Myndir/andakilsa/2010/andakill10-juli1.jpg)
Ólafur Ólafsson setur í einn við Staurahyl í Andakílsá 12. júlí. Ljósm. AMK
![Stórahamarskvörn í Andakílsá](/stjornandi/Skrar/Myndir/andakilsa/2010/andakill10-juli3.jpg)
Jónmundur Ingólfsson með flugulax í veiðistaðnum Stóruhamarskvörn (nr13) í Andakílsá 13. júlí.
![Lax úr Stóruhamarskvörn í Andakílsá](/stjornandi/Skrar/Myndir/andakilsa/2010/andakill10-juli2.jpg)
Flugulax úr Stóruhamarskvörn 13. júlí.
Related Images: