Greinasafn eftir: Bjarni Kristófersson

Fréttir af Andakílsá

Lítið er að frétta af Andakílsá en veiðitölurfóru í 170 laxa á hádegi 5. ágúst ef marka máskráningar í veiðibók.

Holl sem var við veiðar dagana 3-5 ágústfékk 6 laxa. Komu þeir úr Volta, Þrjú og Efri Fossbakkahyl. Lax sýnir sigtöluvert en tekurminna í þessum erfiðu aðstæðum.

Á meðfylgjandi myndum má sjátvo kunnuglega veiðifélaga.Þetta erufyrrverandi stjórnarmenn félagsins til margra ára, þeir Kjartan Guðmundsson og Karl Ó. Alfreðsson sem landa laxi í veiðistað Þrjú þann 4. ágúst síðastliðinn.

Related Images:

Tveir Maríulaxar úr Fáskrúð

Dagana28-30. júlí í Fáskrúð lönduðu veiðimenn sextán löxumog fjórumvar sleppt. Efri Brúarstrengur gaf 7 laxa, Efri Stapi 3, Neðstafljót 2, Hamrakvörn 2, Viðbjóður 1 og Neðri Barki 1.

Áin var þá komin í 151 lax á hádegi 30. júlí. Við fengum sendar nokkrar línur frá Bjarna Kristóferssyni en hann var við veiðar ásamt fjölskyldu sinni þessa daga.

„Talsvert af laxi virðist vera í ánni. Í Viðbjóði eru margir tugir, varlega áætlað 70-80 laxar. Svipaða sögu er að segja úr Neðstafljóti. Einnig sáust um 15 laxar í Hellufljóti, þar af einn mjög stór. Í Hamrakvörn sáust um 20 laxar. Þá sáust laxar í Börkunum báðum og í Blesu.

Vatnið er af skornum skammti og hafði reynslumesti veiðimaðurinn í túrnum orð á því að hann hefði ekki séð Fáskrúð jafn vatnslitla frá því hann kom þar fyrst um 1950. Hægt var að stikla yfir ána víða án fyrirhafnar.

„Mikið líf var í ósnum á síðasta flóði þegar við vorum að hætta, stökkvandi lax um allt svo minnti á Kollafjörðinn á tímum hafbeitarinnar.“

Fannar Björnsson með Maríulax úr Hamrakvörn

Fannar Björnsson með Maríulaxinn sinn úr Neðsta-fljóti.

Bylgja Kristófersdóttir með Maríulax úr Neðstafljóti

Bylgja Kristófersdóttir með Maríulaxinn sinn úr Hamrakvörn.

Related Images:

Stórlax úr Fáskrúð – komin í 135 laxa veiði

Jónas Geirsson með 14 punda lax úr Barkakýlinu í Fáskrúð.

Síðasta stórstreymisparty semstóð vaktinaí Fáskrúðskilaði ánni í 135 laxa veiði sem verður að teljast mjög gottmiðað við aðstæður.

Enn eiga tvo holl eftir að ljúka veiðum í júlí en mánuðurinn endaði í 152 löxum í fyrra.

Góð veiði erþrátt fyrir lítið vatn og mikinn hitaog kommeðal annarsá landglæsilegur stórlax hjá síðustu veiðimönnum. Hann mældist 88 cm og 7 kg og er því stærsti laxinn úr ánni til þessa.

Allslandaði holliðsextán löxum og slepptu veiðimenn fjórum þeirra.Vel veiddist í Neðstafljóti en einungis einn kom á land úr Efri Brúarstreng. Viðbjóður er sömuleiðis smekkfullur af laxi þessa stundina.

Fjórtanpundarannfékk Jónas Geirsson í Barkakýlinu oghöfum við nú til birtingar nokkrar myndir frá ferð þeirra félaga.

Við hvetjum sömuleiðis aðra veiðimenn á vegum félagsins að senda okkur myndir frá ferðum sínum á netfangið ritari@svfa.is

Fallegur flugulax úr Neðstafljóti
Fallegur flugulax úr Neðstafljóti sem hefur gefið vel í þurrviðrinu undanfarið.

Veiðimaður kastar í Viðbjóð
Ásgrímur Kárason kastar í veiðistaðinn Viðbjóð, veiðimaður sést ef vel er skoðað !

Afli úr Neðstafljóti

Karl Ó. Alfreðsson með afla úr Neðstafljóti, einn á maðkinn og einn á fluguna.

Related Images:

Fáskrúð komin í 120 laxa við erfiðar aðstæður

Skagaholl sem hóf veiðar í dag við afar erfiðar aðstæður, lítið vatn oggríðarlegan vatnshita, hafðilandað 87 cm laxi úr Neðri Barka þegar fréttaritari ræddi við þá nú um klukkan 18. Fáskrúð hefur nú skilað 120 löxum í bók en tölur sem við höfum frá 23. júlí í fyrrasýna að á svipuðum tíma eða þrem dögum fyrr,vorulaxarnir 92 talsins. Athygli vekur að síðustu holl veiddu vel þrátt fyrir aðstæður,fengu ýmistkvótann eða gerðu betur.

Stórlaxinnsem veiðimenn fengu í Neðri Barka í dag tók agn veiðimannaí „kýlinu“ svokallaða og er hann áætlaður tæp 13.5 pund eða 6.7 kg samkvæmt kvarða Veiðimálastofnunar. Augljós merki þess að laxinn hafi barist við miklar grynningar á leið sinni upp ána voru áberandiá kviði laxins.

Engin væta hefur gert vart við sig í Dölunum sem aukið getur vatnsmagn í Fáskrúð en laxinn safnast saman á nokkra staðieins og t.d. Katlafoss, Neðri Barka, Viðbjóð og Brúarstrengina. Einnig höfðu
veiðimenn á orði að eitthvað af laxi hefði komið undanfarið úr Hávaða, en Hellufljótið hafi verið þögult sem gröfin eftir að hafa gefið nokkra laxa um miðjan mánuðinn.

Við uppfærum fréttir úr Fáskrúð um leið og þær berast og fáum vonandi nokkrar myndir til birtingar með.

Related Images:

Fáskrúð og Andakílsá

Andakílsá fór yfir 100 laxa múrinní síðustu viku og er það svipuð veiði og á sama tíma í fyrra.

Skagadagarnir 8-10 júlí gáfu 18 laxa veiði. Holl sem veiddi stórstreymisdagana 12-14. júlí fékk 16 laxaog missti töluvert af löxum, en takan varoft á tíðum grönn á bæði flugu og maðk aðsögn veiðimanna.Hollið þar á eftir landaði svo 17 löxum.

Veiðimenn voru aðfá laxa áfjölbreytilegum veiðistöðum eðaallt frá stað nr. 3 til 13. Hollið 12-14 júlí landaði t.a.m. löxum úr veiðistöðum þrjú, fjögur, fimm, ellefu, tólf og þrettán.

Fáskrúð stóð í 75 löxum á hádegi 16. júlí en afar lítið vatn skilaði litlum sem engum nýjum laxi upp í ána í kringum stórstreymið þann 13. júlí.Skagahollið 12-14 júlí landaði 8 löxum og næsta holl var með 6 laxa.

Hellufljótið sem gaf ekki lax fyrr en í ágúst á síðasta tímabilihafði þann 16. júlí skilað4 löxum á land í vatnsleysinu sem nú ríkir í Dölunum.

Flugulax úr Hellunni í Fáskrúð

Ásgrímur Kárason með lax úr Hellufljóti 15. júlí. Ljósm. Jónas Geirsson

Stórlax þreyttur í Katlafossi í Fáskrúð

Ásgrímur glímir við 79 cm lax í Katlafossi 14. júlí Ljósm. Jónas Geirsson

Staurahylur í Andakílsá
Ólafur Ólafsson setur í einn við Staurahyl í Andakílsá 12. júlí. Ljósm. AMK

Stórahamarskvörn í Andakílsá

Jónmundur Ingólfsson með flugulax í veiðistaðnum Stóruhamarskvörn (nr13) í Andakílsá 13. júlí.

Lax úr Stóruhamarskvörn í Andakílsá

Flugulax úr Stóruhamarskvörn 13. júlí.

Related Images:

Fjörtíu og sex fyrstu vikuna í Fáskrúð

Góður gangur hefur verið við Fáskrúð undanfarna daga en síðan áin opnaði 30. júní hafa verið færðir til bókar 46 laxar á stangirnar tvær.Til samanburðar veiddust 9 laxar fyrstu vikuna í fyrra.

Skagavikan var þannig að opnunarholliðlandaði 10 löxum ogafþeim var 4 sleppt. Annað hollið fékk 16 laxa vítt og breitt um ána og slepptu veiðimenn 8 af þeim löxum. Þriðja hollið landaði svo 8 löxum og komu þeir úr Viðbjóð, Hávaða og Efri Brúarstreng en þar eru skráðir m.a. tíu og ellefu punda stórlaxar. Fyrsta Reykjavíkurhollið í sumar lauk veiðum í dag en þar var kvótinn tekinn, 12 laxar. Fengust 10 í Brúarstrengjunum, 1 í Katlafossi og 1 í Hávaða.

Mikið er um skráða laxa í Brúarstrengjunum þessa fyrstu veiðivikuogerþar Efri mjög drjúgur.Báðir strengirnir saman hafa gefið um helming veiðinnar það sem af ertímabili eða 22 laxa.

Veiddir laxar eru sem fyrr segir 46 talsins, teknir á maðk 33, flugan gaf 13 og slepptir laxar eru 12.

Efri Brúarstrengur

Efri Brúarstrengur gefur jafnan mikinn fjölda laxa í upphafi tímabils og út júlímánuð.

Related Images:

Kroppast upp í Fáskrúð

Hvassviðri setti svip sinn á veiðiskap í Fáskrúð í dag en morgunvaktin skilaði einum laxi á land og þrír laxar fengust nú undir kvöld. Samtals eru þá komnir átta laxar á land þessa fyrstu daga í Fáskrúð en opnunarhollið líkur veiði á morgun. Í dag fengust tveir í Neðri barka, einn í Viðbjóð og einn í Neðri Stapa. Í gær veiddist í Laxhyl, Viðbjóð, Efri Stapa og Eirkvörn. Fiskur er víða að skríða og voru sumir laxanna lúsugir. Veiðimenn fengu tökur á fluguna í dag og misstu einnig laxa.

Stór torfa var úti fyrir ósnum í hádeginu en tveir selir léku sér að því að reka laxana upp og niður svæðið með viðeigandi loftköstum og látum. Að lokum hvarf laxatorfan út á haf og selirnir með.

Lax úr Viðbjóð í dag.

Fallegur lax sem Bjarni Þór fékk í veiðistaðnum Viðbjóð.

Ósasvæði Fáskrúð - Laxatorfa

Fyrir miðri mynd má sjá laxatorfu krauma í yfirborðinu. Selir eltu torfuna upp og niður ósinn með viðeigandi loftköstum og látum.

Neðri Barki

Veiðimaður kastar flugu ofarlega í Neðri Barka í dag. Barkinn skilaði tveimur löxum á land.

Efri Strengur

Efri Strengur í litlu vatni í dag.

Related Images:

Góð byrjun í Fáskrúð

Fáskrúð í Dölum í dag

Skagamenn sem opnuðu Fáskrúð í dag lönduðu fjórum löxum á mið- og efra svæði árinnar.

Allir laxarnir fengust á flugu en Skúli Garðarsson fékk fyrsta laxinn í upphafi vaktar í veiðistaðnum Viðbjóð. Var það lúsugur smálax sem tók svarta frances keilutúpu og var honum sleppt að viðureign lokinni. Áeftir kom einn 75 cm lax í Efri Stapa á svarta frances og annar 82 cm úr Laxhyl á Sunray Shadow.

Þessum löxum var sleppt en veiðimenn settu sér það markmið í upphafi vaktar að veiða sem mest á flugu og sleppa flestum löxum. Undir lok vaktar veiddist einnig lúsugur smálax í Eirkvörn. Í dag sáu veiðimenn laxa í Efri Brúarstreng og fyrir neðan þjóðvegsbrú sást líka til laxaferða.

Mynd; Birkir Erlingsson við Laxhyl í dag

Related Images:

Sjö laxa dagur við Andakílsá

Líflegt hefur verið við Andakílsá síðustu daga en veiðimenn sem voru að ljúka veiðum lönduðu sjö löxum í dag. Fengust 3 laxar í veiðistað Þrjú, 3 í veiðistað Fimm og 1 í Nátthagahyl. Allir laxarnir fengust á maðk og vigtuðu þeir frá þremur og upp í sjö pund. Sannarlega flottur júníafli og næstu dagar ættu að verða spennandi þar sem stórstreymt er og laxar að sýna sig við ána.

Alls eru þá komnir sextán laxar á land þessa fyrstu viku sem veitt er á laxasvæðinu í sumar en til samanburðar veiddust aðeins tíu laxar í júnímánuði síðustu tvö ár. Núna komu fyrstu tveir laxarnir á land 22. júní, fjórir laxar 25. júní, þrír laxar 26. júní og sjö laxar í dag 27. júní.

Veiðistaðir sem hafa gefið laxa eru nokkrir en það eru Sleifarkvarnir, Þrjú, Neðri Fossbakkahylur, Efri Fossbakkahylur, Nátthagahylur og veiðistaður Fimm, en sá staður gaf einungis einn lax allt sumarið í fyrra. Staðurinn fékk yfirhalningu fyrir sumarið og virðist það vera að skila sér þessa fyrstu daga sem veitt er á svæðinu.

Þyngsti laxinn er 4 kg hængur úr Efri Fossbakkahyl sem fékkst á Blue Charm í gær 26. júní.

Veiðistaður Fimm gaf þrjá laxa í dag
Veiðistaður Fimm gaf þrjá laxa í dag. (Ljósm AMK 2010)

Lax skvettir sér við Nátthagahyl að kvöldi 27. júní
Lax skvettir sér í strengnum við Nátthagahyl 27. júní (Ljósm. AMK 2010)

Related Images:

Veiðidagur fjölskyldunnar 27. júní

Landssamband Stangaveiðifélaga

VEIÐIDAGUR fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 27. júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegarum landið.

Í ár fagnar Landssamband Stangaveiðifélaga 60 ára afmæli og hefur staðið fyrir Veiðidegi Fjölskyldunnar í á þriðja áratug ásamt veiðiréttareigendum.Hugmyndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem fjölskylduíþrótt. Í ár verður 31 vatn í boði á veiðideginum.

Eftirtaldir veiðistaðir verða í boði frítt fyrir alla fjölskylduna:

Á Suðvesturhorni landsins verður frítt að veiða í Elliðavatni, Vífilstaðavatni, Meðalfellsvatni, Þingvallavatni fyrir landi Þjóðgarðsins og Úlfljótsvatni.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum verður frítt að veiða í Geitabergsvatni, Þórisstaðavatni, Eyrarvatni, Skorradalsvatni í landi Indriðastaða, Langavatni á Mýrum, Hítarvatni,

Hraunsfjarðarvatni, Baulárvallavatni, Haukadalsvatni, Vatnsdalsvatni í Vatnsfirði og Syðridalsvatni í Bolungarvík.

Fleiri vötn og nánari upplýsingar má finna á vefnum www.landssambandid.is

Related Images: