Greinasafn eftir: SVFA

Tilkynning um söludag veiðileyfa 2018

Söludagur veiðileyfa félagsins verður laugardaginn 13. janúar og fer fram í Stúkuhúsinu, Safnasvæðinu að Görðum (við hlið Safnaskálans/Garðakaffi).

Þeir sem hyggjast kaupa veiðileyfi draga númer frá kl. 11-12 og verða leyfin afgreidd eftir þeim númerum kl. 14 sama dag

Verðská verður send félagsmönnum í pósti næstu daga.

 

Tilkynning um Aðalfund 2018

Tilkynning um aðalfund Stangaveiðifélags Akraness árið 2018.

Aðalfundurinn verður haldinn fimmtudaginn 11. janúar kl. 20.
Stúkuhúsinu, Safnasvæðinu Görðum – Akranesi.

Fundarefni:

  1. Venjuleg aðalfundastörf
  2. Tillaga að lagabreytingu sjá hlekk inn á skjal
  3. Önnur mál.

Stjórn S.V.F.A.

 

Lokatölur – Fáskrúð 2017

Veiði lauk í Fáskrúð 30. september.
209 laxar eru skráðir í veiðibókina þetta árið miðað við 220 fiska í fyrra.

Líkt og í fyrra veiddust flestir fiskar í september eða 99 laxar, í ágúst 54 laxar og 56 laxar í júlí.  Sumarið var þurrt í Dölunum og hafði það áhrif á veiðina.

IMG_0590[1]
veitt í Neðri Stapakvörn

IMG_0586[1]

Lax þreyttur í Efri streng.

Lokatölur – Selós/Þverá 2017

Veiði í Þverá og Selós lauk 25. september síðastliðin.

Í Þverá veiddust 9 laxar og talsvert var líka um urriða.
Í Selós veiddust 12 laxar og einnig ágæt urriðaveiði.

Fiskgengd upp á efra vatnasvæði Laxár í Leirársveit var lítil þetta sumarið en í gegnum teljara í Eyrarfossi gengu 484 laxar ( nettó, þegar búið er að draga frá laxa sem gengu niður teljarann).  Veiðin í sjálfri Laxánni var 624 laxar.

Ekki er komið í ljós hvort SVFA mun bjóða upp á leyfi í Selós/Þverá á næsta sumri en samningur félagins við veiðifélag Laxár gilti einungis fyrir nýliðið sumar.

Veiðitölur – Svínadal

Veiði er aðeins að glæðast í Svínadal í kjölfar úrkomu síðustu daga.

Í Selós eru bókaðir 9 laxar þar af 6 fiskar síðustu 7 daga.
Í Þverá eru bókaðir 8 laxar og hafa þeir allir veiðst síðustu daga.

Vatnsstaða er góð og um að gera fyrir leyfishafa að kíkja upp í Svínadal.
Eftir 7. september má aðeins veiða á flugu í Selós/Þverá.

IMG_0347[1]

Bakkastrengur í Þverá

Veiðitölur

Á hádegi í gær 23. ágúst var Fáskrúð komin í 94 laxa. Veiðin hefur verið heldur treg enda vatnsstaða búin að vera með lægast móti í ágúst.  Talsvert af fiski er í ánni og líklegt að haustið verði drjúgt í veiðinni.  Á sama tíma í fyrra stóð veiðin í 101 laxi.

Lág vatnsstaða gerir veiðimönnum í Þverá og Selósi í Svínadal erfitt fyrir.  Það er þó mjög þekkt að veiði taki ekki að glæðast á þeim slóðum fyrr en haustrigningarnar byrja. Spáð er góðri dembu um helgina og þá gæti lifnað yfir bæði í Svínadal og Dölum.

19885904_10211353453543562_902801838_o

Úr Fáskrúð, Katlafoss

Selós

Fyrstu laxarnir hafa verið veiddir í Selós þetta sumarið.  Fyrri laxinn veiddist á föstudag í Efri stút og hinn síðari á sama stað daginn eftir.   Smá kippur hefur verið í göngu laxa upp fyrir Eyrarfoss en fylgjast má með stöðunni á meðfylgjandi síðu SMELLA HÉR

IMG_0349[1]