Greinasafn eftir: Axel Már Karlsson

Regnbogi er jafnvel meiri spellvirki en minkurinn

Félaginu hefur borist áríðandi tilkynning frá Landsambandi Stangaveiðifélaga og NASF.

Hjálögð er áfangaskýrsla um tilkynningar um regnbogasilung sem fundist hefur nýlega í ám og vötnum á Íslandi. Hátt í hundrað tilkynningar hafa borist og sýna þær alveg svart á hvítu að verndarsvæðin virka alls ekki.  Fiskurinn fer út um allt land.

Þessir fiskar eru mjög ágengir og eiga ekki heima í íslenskri náttúru. Þeir munu væntanlega valda sams konar skaða hér á landi og annars staðar í heiminum þar sem þeir hafa sloppið út í náttúruna. Hér eru hliðstæðar hættur og með innflutning og dreifingu á minkum á fjórða áratugum. Regnbogasilungur er sýnu verri, ef marka má reynslu annara þjóða.  Þar hefur hann verið mikill smitberi á sýklum, sjúkdómsvaldandi efnum og óæskilegum snýkjudýrum, m.a. sjávarlús sem hvarvetna margfaldast í vistkerfinu. Sem betur fer er enn óvissa um það hvort regnboganum muni takast að að fjölga sér í náttúru Íslands vegna hrygningarmynsturs hans.

Útbreiðsla regnbogasilungsins vekur hins vegar upp mjög alvarlegar spurningar um það hvað muni gerast með lax sem sleppur úr fiskeldiskerjum. Því ef regnbogasilungurinn fer í allar ár eftir að hann sleppur er engin ástæða til að ætla annað en að laxinn geri það sama.  Það hefur verið margsýnt fram á það að ekki er hægt að koma í veg fyrir að fiskur sleppi úr opnum sjókerjum og því er nánast tryggt að laxeldi í opnum sjókerjum muni valda óafturkræfum spjöllum á villtu laxastofnunum. Gangi áætlanir um stóraukið fiskeldi eftir gæti það því verið dauðadómur fyrir íslenska laxinn.

Vinsamlegast dreifið þessum upplýsingum og hjálpið okkur að finna allar þær ár og staði þar sem regnbogi kann að hafa fundist.

Bestu kveðjur,
Orri Vigfússon

formaður, NASF

Á meðfylgjandi mynd má sjá staðfesta dreifingu regnbogasilungs.

Staðfest tilfelli

Fáskrúð í 62 laxa

Á hádegi þann 11. ágúst var Fáskrúð komin í 62 laxa. Þeir staðir sem hafa verið að gefa laxa eru flestir á efra svæði árinnar eða frá Viðbjóð og upp í Katlafossa. Síðan er það Hellufljót af neðra svæðinu. Af öðrum veiðistöðum er lítið að frétta í vatnsleysinu en líkt og víða um land háir það veiðum töluvert.

Fáskrúð komin í 36 laxa þann 18. júlí

faskrud-vidbjodur3Samkvæmt veiðimönnum sem luku veiðum á hádegi þann 18. júlí var búið að skrá 36 laxa í bókina í Fáskrúð.
Mest hefur komið á land úr Hellufljóti eða 12 laxar og þar næst á eftir 11 laxar úr Brúarstrengjunum. Aðrir veiðistaðir sem hafa verið að gefa laxa eru m.a. Katlafossar, Viðauki, Efri Strengur, Viðbjóður, Neðri Stapakvörn og Eirkvörn.
Veiðimenn voru sammála um að slangur af laxi sé vítt og breytt um ána en lítið minnkandi vatn og mikill hiti hefur áhrif á tökuviljann. Stærsti lax sumarsins til þessa kom á land í Katlafossum þann 17. júlí en það var glæsilegur 90cm hængur. Það verður spennandi að sjá hvað gerist á næstu vikum því nú er stækkandi straumur sem færir veiðimönnum vonandi enn meiri skemmtun við árbakkann.

Fyrstu laxarnir komnir á land í Andakílsá

Andakilsa-24-6-2016-A

25. júní 2016 við Efri Fossbakkahyl

Fyrstu laxar sumarsins eru komnir á land í Andakílsá.

Tveir fyrstu laxarnir fengust þann 24. júní í Efri Fossbakkahyl. Daginn eftir landaði veiðimaður svo laxi og var það einnig í Efri Fossbakka. Að auki urðu veiðimenn varir við lax í Nátthagahyl og væna bleikju niður við gömlu brú.

Sannarlega spennandi tímar framundan í Kílnum.

Nýgenginn lax úr Andakílsá 25. júní 2016

Veiðimaður með nýgenginn lax úr Andakílsá 25. júní 2016