Vorkvöld SVFA

Við ætlum að standa fyrir samkomu þar sem veiðimenn geta komið saman og spjallað um komandi veiðisumar.

  • Lauslega verður farið yfir veiðisvæði félagsins og meðal annars kynntar breytingar á húsakosti við Fáskrúð, Ljáskógum.
  • Happadrætti – dreginn verður út heppinn gestur sem hlýtur að launum veiðidag í Andakílsá.
  • Áhugasamir aðilar utan félagsins geta skráð sig í félagið á staðnum.
  • Höfum unnið að því að afla félagsmönnum afsláttarkjara í veiðivöruverslunum sem verða kynnt.
  • Léttar veitingar í boði félagsins.

Staður: Stúkuhúsið við Byggðasafnið að Görðum, Akranesi.
Tími: Föstudaginn 12. maí frá kl. 20:00 til 22:00

með bestu kveðju
Stjórn SVFA